Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Mynd / MHH
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja allir á heimavist skólans. Starfsmenn eru 34.

JónaKatrínHilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni.

Ekki var hægt að taka á móti öllum nemendum í vor sem sóttu um inngöngu í skólann. Af þessum 128 nemendum er 54 nýnemar.

Jafnt hlutfall kynjanna

„Kynjahlutfallið hefur undan­farin ár sigið í þá áttina að kvenkynsnemendur eru í tölu­ verðum meirihluta. Það eru því ánægjulegar fréttir að nánast jafnt hlutfall er af stúlkum og piltum í nýnemahópnum okkar nú í haust.

Ég tek þó fram að ML gefur nemendum sínum rými til að skilgreina kyn sitt í fleiri flokka en kk og kvk en það er mikilvægt að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og gott að hér sé jafnvægi á milli kynja.

Um leið og við gleðjumst yfir því að strákar séu nú 40% nemenda skólans þá reynum við að rýna í hvað það er sem veldur aukinni aðsókn þeirra,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari.

Skólinn byrjar 8.30

Síðasta haust var sú breyting gerð á skólanum að skólabyrjun á morgnana var seinkað. „Já, í stað þess að hefja kennslu kl. 8.15 byrjum við nú 8.30.

Óformlegar kannanir meðal starfsfólks benda til þess að eftir þessa breytingu sé spennustigið lægra á morgnana á heimilum þar sem koma þarf börnum í skóla og leikskóla og því er streitan minni. Nemendur ML hafa ekki hallmælt fyrirkomulaginu og ná vonandi betri svefni. Ekki er hægt að draga ályktanir um að námsárangur hafi batnað í kjölfarið fyrr en að lengri tíma liðnum. Við gerum ráð fyrir því að halda þessu skipulagi áfram,“ segir Jóna Katrín.

Ávaxtastund í vetur

Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur fá morgunmat, hádegismat, síðdegissnarl og kvöldmat og lögð áhersla á að um næringarríkt fæði sé að ræða.

„Til þess að ýta undir að nemendur næri sig fyrir hádegið verðum við með ávaxtastund í vetur en í frímínútum rétt fyrir kl. 10 á morgnana geta nemendur nálgast ávexti til að fleyta sér fram að hádegismat og vonandi nýtist það einhverjum.

Því það er ekki bara mikilvægt að nærast á morgnana heldur þarf næringin að vera holl,“ segir skólameistarinn að endingu.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...