Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Mynd / MHH
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja allir á heimavist skólans. Starfsmenn eru 34.

JónaKatrínHilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni.

Ekki var hægt að taka á móti öllum nemendum í vor sem sóttu um inngöngu í skólann. Af þessum 128 nemendum er 54 nýnemar.

Jafnt hlutfall kynjanna

„Kynjahlutfallið hefur undan­farin ár sigið í þá áttina að kvenkynsnemendur eru í tölu­ verðum meirihluta. Það eru því ánægjulegar fréttir að nánast jafnt hlutfall er af stúlkum og piltum í nýnemahópnum okkar nú í haust.

Ég tek þó fram að ML gefur nemendum sínum rými til að skilgreina kyn sitt í fleiri flokka en kk og kvk en það er mikilvægt að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og gott að hér sé jafnvægi á milli kynja.

Um leið og við gleðjumst yfir því að strákar séu nú 40% nemenda skólans þá reynum við að rýna í hvað það er sem veldur aukinni aðsókn þeirra,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari.

Skólinn byrjar 8.30

Síðasta haust var sú breyting gerð á skólanum að skólabyrjun á morgnana var seinkað. „Já, í stað þess að hefja kennslu kl. 8.15 byrjum við nú 8.30.

Óformlegar kannanir meðal starfsfólks benda til þess að eftir þessa breytingu sé spennustigið lægra á morgnana á heimilum þar sem koma þarf börnum í skóla og leikskóla og því er streitan minni. Nemendur ML hafa ekki hallmælt fyrirkomulaginu og ná vonandi betri svefni. Ekki er hægt að draga ályktanir um að námsárangur hafi batnað í kjölfarið fyrr en að lengri tíma liðnum. Við gerum ráð fyrir því að halda þessu skipulagi áfram,“ segir Jóna Katrín.

Ávaxtastund í vetur

Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur fá morgunmat, hádegismat, síðdegissnarl og kvöldmat og lögð áhersla á að um næringarríkt fæði sé að ræða.

„Til þess að ýta undir að nemendur næri sig fyrir hádegið verðum við með ávaxtastund í vetur en í frímínútum rétt fyrir kl. 10 á morgnana geta nemendur nálgast ávexti til að fleyta sér fram að hádegismat og vonandi nýtist það einhverjum.

Því það er ekki bara mikilvægt að nærast á morgnana heldur þarf næringin að vera holl,“ segir skólameistarinn að endingu.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...