Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íssala hafin á ný í Efstadal
Fréttir 2. ágúst 2019

Íssala hafin á ný í Efstadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. og frétt frá 19. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og er heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint. Jafnframt er bent á frétt Sóttvarnalæknis í gær.

Farið var í eftirfarandi úrbætur:

Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
Mat í opnum umbúðum var fleygt.
Gangar, loft, handrið og wc málað.
Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.

Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.

Þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu hafi verið komið upp við inngang í veitingaaðstöðu verður skv. ákvörðun staðarhaldara ekki um lausagöngu dýra að ræða að svo komnu máli. Ísbúðin hefur jafnframt verið endurnýjuð og er heimilt að opna hana að nýju. Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...