Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íssala hafin á ný í Efstadal
Fréttir 2. ágúst 2019

Íssala hafin á ný í Efstadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. og frétt frá 19. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og er heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint. Jafnframt er bent á frétt Sóttvarnalæknis í gær.

Farið var í eftirfarandi úrbætur:

Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
Mat í opnum umbúðum var fleygt.
Gangar, loft, handrið og wc málað.
Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.

Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.

Þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu hafi verið komið upp við inngang í veitingaaðstöðu verður skv. ákvörðun staðarhaldara ekki um lausagöngu dýra að ræða að svo komnu máli. Ísbúðin hefur jafnframt verið endurnýjuð og er heimilt að opna hana að nýju. Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f