Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2022

Íslenskt viskí í sókn í Kína

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eimverk Distillery, framleiðandi Flóka viskí, skrifaði nýlega undir stóran samning við kínverska ríkisfyrirtækið China Poly Group um sölu á Flóka þar í landi.

Samningurinn var undirritaður á stórsýningunni China International Import Expo (CIIE) í Sjanghæ. Eimverk hefur verið þátttakandi ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Flóki er fyrsta og enn þá eina íslenska viskíið á markaði í dag og hefur verið í stöðugri sókn á erlendum mörkuðum. Flóki er nú fluttur út til yfir tuttugu landa.

„Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufusendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks. Samningurinn er í takt við áform félagsins um kraftmikla markaðssókn og stækkun framleiðslugetu allt að tífalt á næstu tíu árum.

„Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskíheiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, stjórnarformaður Eimverks.

Eimverk nýtur þess í dag að hafa fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf erlendis verulega og hefur að auki fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands á erlendri grundu. Eimverk var stofnað 2009 með áherslu á að framleiða Flóka viskí úr íslensku byggi. Fyrirtækið er til húsa við Lyngás 13 í Garðabæ.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...