Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri markaðssviðs BÍ, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, við afhjúpum merkisins.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri markaðssviðs BÍ, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, við afhjúpum merkisins.
Mynd / VH
Fréttir 25. mars 2022

Íslenskt staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upprunamerki fyrir íslensk matvæli og blóm var afhjúpað 14. mars síðastliðinn. Tilgangur merkisins, Íslenskt staðfest, er að auka sýnileika og markaðs­hlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða um kosti íslenskra matvæla og verslunar.

Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið sem byggir á áratugareynslu af notkun sambærilegra merkja á Norðurlöndunum. Stofnun merkisins er afrakstur áralangs samtals hagaðila og opinberra aðila á innlendum matvörumarkaði.

Upprunamerki fyrir matvæli og blóm

Gunnar Þorgeirsson sagði í ávarpi sínu að merkið væri kærkomið og að með tilkomu þess gætu íslenskir neytendur treyst því að vara sem það ber sé íslensk, bæði matvara og blóm.

„Hugmyndin og sérmerki fyrir íslenska matvælaframleiðslu hafa nokkrum sinnum komið upp og aðdragandinn að merkinu orðinn talsvert langur. Fyrir íslenska bændur, matvælaframleiðendur og Bændasamtökin er helsti kostur merkisins að með því er sannarlega íslensk framleiðsla aðgreind frá innfluttri. Að mínu mati er það langstærsti kosturinn við merkið, því núverandi reglugerð um merkingu matvara er opin í báða enda og nánast gagnslaus. Dæmi um það er að ef seldur er hreinn vöðvi eða hreint kjöt þá verður að geta uppruna þess, en ef sami vöðvi eða kjöt er selt kryddlegið þarf ekki að geta upprunans.

Þeir sem koma til með að nota merkið þurfa því að standa klárir á því að um sé að ræða íslenska framleiðslu og ekkert annað.“

Að sögn Gunnars hafa ýmsir, og þar á meðal stóru verslunarkeðjurnar, lýst áhuga á að nota merkið en hann segir einnig að of snemmt sé að segja til um móttökurnar þó að hann voni að þær verði sem mestar.

Svar við óskum neytenda

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhjúpaði merkið við athöfn og sagði meðal annars að merkið væri unnið í samræmi við tillögu sem samráðshópur undir forystu Bændasamtaka Íslands lagði fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið 2020 um betri merkingar matvæla og innleiðingu sameiginlegs merkis fyrir íslenskar matvörur.

„Vinna við gerð merkisins hófst í júní 2021 og núna, eftir níu mánaða meðgöngu, lítur merkið dagsins ljós.“ – Ráðherra sagði einnig að:

„Merkið væri svar við ósk neytenda um að geta á einfaldan hátt staðfest íslenskan uppruna hráefna og fá upprunamerkingu á íslenskar afurðir. Vaxandi hluti neytenda vill geta valið íslenskar vörur og leggja sig fram um að styðja íslenska framleiðslu og verslun. Rótgróin íslensk vörumerki geta jafnvel ekki uppruna íslenskra hráefna, sem rýrir traust neytenda.

Á sama tíma eru sannast sagna óskýrar upplýsingar í gangi og dæmi um að vörur séu sagðar íslenskar á forsendum um úrvinnslu innanlands, sem dregur úr trausti neytenda. Einnig eru dæmi um að sannarlega íslenskar vörur séu í samkeppni við innfluttar staðgönguvörur, án þess að upprunans sé getið. Einhverjir framleiðendur gætu talið að heimilisfang fyrirtækisins dugi, en markaðsrannsóknir sýna að sú tíð er löngu liðin. Hið minnsta má fullyrða að grátt svæði í merkingum rýri neytendavernd og sé líklegt til að skapa ákveðið vantraust neytenda, sem er óþarft.

Lagaramminn er skýr, ekki er hægt að skylda seljendur til að merkja allar innfluttar vörur, svar við þessu liggur í að merkja íslenskar vörur sérstaklega.“

Samstarf við alla virðiskeðjuna

Hafliði Halldórsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, yfirlögfræðingur BÍ, hafa stýrt hönnun merkisins og þeirri hugmyndafræði og reglum sem liggja að baki notkun þess.

Hafliði segir að lykilatriði í gerð merkisins sé að veita frumframleiðendum, matvælaframleiðendum, verslunum og neytendum þjónustu til að styrkja sameiginlegan grundvöll með íslenskar afurðir og eiga með því farsælt samstarf við alla virðiskeðjuna.

Að sögn Hafliða má nota merkið á allar tegundir matvælahráefna, matvara og plantna sem uppfylla skilyrði um íslenskan uppruna. Merkið á því erindi í fjölmarga matvöruflokka og geta ferskar, frosnar og þurrvörur verið merktar upprunamerkinu, auk blóma.

„Við fengum leyfi til að nýta okkur samanlagða hálfrar aldar reynslu af slíkum merkjum á Norðurlöndunum og byggir merkið því á vel heppnuðum og sannreyndum fordæmum. Þannig gátum við sparað dýrmætan tíma, vinnu og fjármuni við gerð merkisins, sem er svar við gráu svæði í evrópskri löggjöf, sem skyldar ekki í öllum tilfellum seljendur matvöru til að merkja uppruna hráefna.“

Að sögn Hafliða er notkun merkisins valkvæð en háð leyfi og skilyrðum sem eru byggð á staðli og sæti úttektum þriðja aðila eða vottunarstofu. „Enda er slíkt algjört lykilatriði í að afla merkisins trausts og fylgis neytenda sem skilar svo notendum sama trausti. Liður í því að skapa traust er að á opinni heimasíðu merkisins birtum við allar reglurnar sem notendur merkisins gangast undir.“

Sýni sér um úttektir

Vottunarstofan Sýni sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið. Enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starfsemi.
Kostnaður við notkun merkisins byggir á norskri fyrirmynd og í tveimur skrefum. Í fyrsta lagi fast árgjald byggt á veltu fyrirtækisins með allar matvörur og í öðru lagi veltugjaldi á merktum vörum. Nánari upplýsingar um merkið má finna á stadfest.is.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...