Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Í nýlegri rannsókn Matís sést að magn eilífðarefnanna PFAS í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum.
Í nýlegri rannsókn Matís sést að magn eilífðarefnanna PFAS í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum.
Mynd / smh
Fréttir 5. júní 2025

Íslensk egg laus við PFAS-mengun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýlegri skýrslu Matís sést að magn PFAS-efna í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum Evrópusambandsins.

Til grundvallar skýrslugerðarinnar lágu rannsóknir á árunum 2016 til 2022. Einn skýrsluhöfunda, Natasa Desnica, sem er fagstjóri hjá Matís, segir að PFAS-efnin séu þrávirk lífræn efni eða „eilífðarefni“ sem aldrei eyðast. Efnin séu manngerð og hafi verið notuð í margvíslegum tilgangi í sjö áratugi og finnist í viðloðunarfríum pönnum, snyrtivöru, útifatnaði, matvælaumbúðum – og eiginlega öllu sem er fitu- og vatnshrindandi.

Öll eggjabúin komu vel út

Natasa segir að rannsóknin hafi náð til allra helstu eggjabúa á Íslandi og þau hafi öll komið vel út. „Þetta eru jákvæðar fréttir, eins og kom fram í skýrslunni, að öll egg á markaði komu vel út. Auk þess voru egg rannsökuð hjá frístundabændum í smáframleiðslu nálægt Keflavíkurflugvelli sem halda sínar hænur úti, en þar mældust há gildi PFAS í eggjum. Það er áhyggjuefni að á Reykjanesi virðist þessi mengun vera til staðar, sem getur haft áhrif á smáframleiðendur og þarf greinilega að rannsaka betur,“ segir Natasa.

„PFAS-efnin voru lengi notuð í slökkvitækjafroðum og þess vegna eru mengunarsvæði oft í nálægð við flugvelli eða æfingasvæði slökkviliðs,“ bætir hún við.

Safnast upp í mönnum og dýrum

Efnin safnast upp í mönnum og dýrum, að hennar sögn, og hafa skaðleg áhrif á heilsu. Staða útbreiðslu þessara efna hér á landi sé óþekkt en þar sem PFAS-menguð hænuegg hafi verið vandamál í mörgum löndum, var ákveðið að sækja um styrk og skoða stöðu hér. Ástæða mengunar í öðrum löndum sé annaðhvort mengað fóður eða mengað umhverfi, en það á sérstaklega við hænur í lausagöngu.

Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem PFAS-efni fundust í talsverðum mæli í lífrænum eggjum, sem mátti rekja til fiskimjöls sem notað var til að fóðra hænurnar. Fiskimjöl getur innihaldið PFAS-efni vegna mengunar í sjávarumhverfinu, þar sem þessi efni safnast upp í fiskum sem eru hráefni í fiskimjöl.

Skylt efni: eggjaframleiðsla

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...