Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Í nýlegri rannsókn Matís sést að magn eilífðarefnanna PFAS í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum.
Í nýlegri rannsókn Matís sést að magn eilífðarefnanna PFAS í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum.
Mynd / smh
Fréttir 5. júní 2025

Íslensk egg laus við PFAS-mengun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýlegri skýrslu Matís sést að magn PFAS-efna í íslenskum eggjum er langt undir hámarksgildum Evrópusambandsins.

Til grundvallar skýrslugerðarinnar lágu rannsóknir á árunum 2016 til 2022. Einn skýrsluhöfunda, Natasa Desnica, sem er fagstjóri hjá Matís, segir að PFAS-efnin séu þrávirk lífræn efni eða „eilífðarefni“ sem aldrei eyðast. Efnin séu manngerð og hafi verið notuð í margvíslegum tilgangi í sjö áratugi og finnist í viðloðunarfríum pönnum, snyrtivöru, útifatnaði, matvælaumbúðum – og eiginlega öllu sem er fitu- og vatnshrindandi.

Öll eggjabúin komu vel út

Natasa segir að rannsóknin hafi náð til allra helstu eggjabúa á Íslandi og þau hafi öll komið vel út. „Þetta eru jákvæðar fréttir, eins og kom fram í skýrslunni, að öll egg á markaði komu vel út. Auk þess voru egg rannsökuð hjá frístundabændum í smáframleiðslu nálægt Keflavíkurflugvelli sem halda sínar hænur úti, en þar mældust há gildi PFAS í eggjum. Það er áhyggjuefni að á Reykjanesi virðist þessi mengun vera til staðar, sem getur haft áhrif á smáframleiðendur og þarf greinilega að rannsaka betur,“ segir Natasa.

„PFAS-efnin voru lengi notuð í slökkvitækjafroðum og þess vegna eru mengunarsvæði oft í nálægð við flugvelli eða æfingasvæði slökkviliðs,“ bætir hún við.

Safnast upp í mönnum og dýrum

Efnin safnast upp í mönnum og dýrum, að hennar sögn, og hafa skaðleg áhrif á heilsu. Staða útbreiðslu þessara efna hér á landi sé óþekkt en þar sem PFAS-menguð hænuegg hafi verið vandamál í mörgum löndum, var ákveðið að sækja um styrk og skoða stöðu hér. Ástæða mengunar í öðrum löndum sé annaðhvort mengað fóður eða mengað umhverfi, en það á sérstaklega við hænur í lausagöngu.

Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem PFAS-efni fundust í talsverðum mæli í lífrænum eggjum, sem mátti rekja til fiskimjöls sem notað var til að fóðra hænurnar. Fiskimjöl getur innihaldið PFAS-efni vegna mengunar í sjávarumhverfinu, þar sem þessi efni safnast upp í fiskum sem eru hráefni í fiskimjöl.

Skylt efni: eggjaframleiðsla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...