Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Öll kerti sem framleidd eru hjá PBI eru handdýfð og endast lengur en mörg önnur. Þorsteinn Magnússon sér um það verk.
Öll kerti sem framleidd eru hjá PBI eru handdýfð og endast lengur en mörg önnur. Þorsteinn Magnússon sér um það verk.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 15. desember 2016

Íslendingar urða 150 tonn af úrgangsvaxi árlega sem er nær heila öld að eyðast

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um þessar mundir er kerta­framleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftirspurn, en kertin eru landsþekkt fyrir gæði og langan brennslutíma. 
 
PBI er einn af vinnustöðum Akureyrarbæjar og þar starfa tæplega 60 manns með skerta starfsgetu auk leiðbeinenda og starfsfólks.  Jakobína Elva Káradóttir, forstöðukona PBI, segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með skert starfsþrek atvinnu til lengri eða skemmri tíma og þjálfa sem flesta til þátttöku á almennum vinnumarkaði.
 
„Við leggjum áherslu á góð vinnubrögð og starfsvenjur, mætingar, aukið starfsþrek og að sjálfsögðu má ekki gleyma félagslegu samskiptunum,“ segir hún.
 
Um 20 tonn af vaxi í útikertin
 
Háannatími í kertasölu er að renna upp og starfsfólk önnum kafið við framleiðsluna. Jón M. Jónsson kertagerðarmaður er yfir kertaframleiðslunni. Alls eru framleidd um 25 þúsund útikerti hjá PBI, auk handdýfðra innikerta, m.a. um 80 þúsund gæða veislukerti að ótöldum svonefndum kirkjukertum, kertum sem sérhönnuð eru til notkunar í kirkjum landsins. 
 
Í útikertin eru notaðir vaxafgangar og kerti sem ekki eru söluhæf, svonefnt úrgangsvax. 
„Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ segir hann. Hann segist sáttur við magnið, en fyrirtækið hafi getu til að framleiða meira, fengi það meira úrgangsvax.
 
Afleit staða í þessum málaflokki
 
Landsmenn eru ekki ýkja duglegir að skila inn kertaafgöngum, slíkt er þó í boði víða, m.a. á öllum grenndarstöðvum á Akureyri, hjá Endurvinnslunni við Furuvelli og að Réttarhvammi. Jón segir að einungis um það bil 6,5 til 7 tonnum sé skilað inn á hverju ári, sem er afskaplega lítið magn miðað við það sem fer til urðunar. Akureyringar og nærsveitamenn skila árlega um það bil 1,8 tonnum, en um 4 tonn af afgangsvaxi kemur af höfuðborgarsvæðinu, þar sem þessi úrgangur er þó ekki flokkaður sérstaklega líkt og norðan heiða. 
 
„Því miður er staðan í þessum málaflokki afleit, við urðum allt of mikið, eða um 150 tonn á ári, þetta er unnin hörð olía sem er mjög lengi að eyðast í náttúrunni, eða um það bil 80 ár,“ segir Jón og vill fyrir alla muni að landsmenn taki sig saman í andlitinu og geri verulega bragarbót á. – Sjá nánar bls. 7 í blaði dagsins.

Skylt efni: endurvinnsla | kertavax | kerti

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...