Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatnsenda í Flóahreppi opna bú sitt og kynna búgrein alifuglabænda þann 3. júní næstkomandi.

Kjúklingabúið Vor er eitt af stærri kjúklingabúum landsins, en að Vatnsenda hefur verið ræktaður kjúklingur frá árinu 1978. Eydís og Ingvar Guðni tóku við búi foreldra hans árið 2015. Þar eru nú fjögur eldishús með fimm eldishólfum. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun en með þeim þrefaldaðist framleiðslugeta búsins og telur nú um 40.000 fugla. „Tilgangur viðburðarins er einna helst að fræða almenning um okkar búgrein en vegna strangra sóttvarnarreglna er takmarkað hvað fólk getur kynnt sér búskapinn. En þar sem við reistum nýju húsin á tímum Covid var ekkert eiginlegt opnunarpartí svo það má segja að við séum líka að tvinna það saman og gefa fólki tækifæri á að sjá byggingarnar okkar sem eru glæsilegar á svo margan hátt,“ segir Eydís Rós.

Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda verður opið milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 3. júní. Viðburðurinn er hluti af fjölskyldu- og menningarhátíðinni Fjör í Flóa sem sveitarfélagið Flóahreppur heldur ár hvert.

Skylt efni: kjúklingabú

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...