Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatnsenda í Flóahreppi opna bú sitt og kynna búgrein alifuglabænda þann 3. júní næstkomandi.

Kjúklingabúið Vor er eitt af stærri kjúklingabúum landsins, en að Vatnsenda hefur verið ræktaður kjúklingur frá árinu 1978. Eydís og Ingvar Guðni tóku við búi foreldra hans árið 2015. Þar eru nú fjögur eldishús með fimm eldishólfum. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun en með þeim þrefaldaðist framleiðslugeta búsins og telur nú um 40.000 fugla. „Tilgangur viðburðarins er einna helst að fræða almenning um okkar búgrein en vegna strangra sóttvarnarreglna er takmarkað hvað fólk getur kynnt sér búskapinn. En þar sem við reistum nýju húsin á tímum Covid var ekkert eiginlegt opnunarpartí svo það má segja að við séum líka að tvinna það saman og gefa fólki tækifæri á að sjá byggingarnar okkar sem eru glæsilegar á svo margan hátt,“ segir Eydís Rós.

Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda verður opið milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 3. júní. Viðburðurinn er hluti af fjölskyldu- og menningarhátíðinni Fjör í Flóa sem sveitarfélagið Flóahreppur heldur ár hvert.

Skylt efni: kjúklingabú

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...