Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatnsenda í Flóahreppi opna bú sitt og kynna búgrein alifuglabænda þann 3. júní næstkomandi.

Kjúklingabúið Vor er eitt af stærri kjúklingabúum landsins, en að Vatnsenda hefur verið ræktaður kjúklingur frá árinu 1978. Eydís og Ingvar Guðni tóku við búi foreldra hans árið 2015. Þar eru nú fjögur eldishús með fimm eldishólfum. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun en með þeim þrefaldaðist framleiðslugeta búsins og telur nú um 40.000 fugla. „Tilgangur viðburðarins er einna helst að fræða almenning um okkar búgrein en vegna strangra sóttvarnarreglna er takmarkað hvað fólk getur kynnt sér búskapinn. En þar sem við reistum nýju húsin á tímum Covid var ekkert eiginlegt opnunarpartí svo það má segja að við séum líka að tvinna það saman og gefa fólki tækifæri á að sjá byggingarnar okkar sem eru glæsilegar á svo margan hátt,“ segir Eydís Rós.

Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda verður opið milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 3. júní. Viðburðurinn er hluti af fjölskyldu- og menningarhátíðinni Fjör í Flóa sem sveitarfélagið Flóahreppur heldur ár hvert.

Skylt efni: kjúklingabú

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...