Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Eydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatnsenda í Flóahreppi opna bú sitt og kynna búgrein alifuglabænda þann 3. júní næstkomandi.

Kjúklingabúið Vor er eitt af stærri kjúklingabúum landsins, en að Vatnsenda hefur verið ræktaður kjúklingur frá árinu 1978. Eydís og Ingvar Guðni tóku við búi foreldra hans árið 2015. Þar eru nú fjögur eldishús með fimm eldishólfum. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun en með þeim þrefaldaðist framleiðslugeta búsins og telur nú um 40.000 fugla. „Tilgangur viðburðarins er einna helst að fræða almenning um okkar búgrein en vegna strangra sóttvarnarreglna er takmarkað hvað fólk getur kynnt sér búskapinn. En þar sem við reistum nýju húsin á tímum Covid var ekkert eiginlegt opnunarpartí svo það má segja að við séum líka að tvinna það saman og gefa fólki tækifæri á að sjá byggingarnar okkar sem eru glæsilegar á svo margan hátt,“ segir Eydís Rós.

Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda verður opið milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 3. júní. Viðburðurinn er hluti af fjölskyldu- og menningarhátíðinni Fjör í Flóa sem sveitarfélagið Flóahreppur heldur ár hvert.

Skylt efni: kjúklingabú

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...