Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nokkurrar verðmætasköpunar má vænta ef af graskögglaverksmiðjunni verður.
Nokkurrar verðmætasköpunar má vænta ef af graskögglaverksmiðjunni verður.
Fréttir 17. október 2022

Innlend fóðurframleiðsla með jarðvarma í bígerð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á dögunum hlaut Fjárfest­ingarfélag Þingeyinga 14 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að þróa framleiðslu á graskögglum með aðstoð jarðvarma.

Með verkefninu verður lagður grunnur að fóðurframleiðslu úr íslensku grasi og öðrum afurðum innlendrar ræktunar. Ef vel tekst til mun það styrkja fóðurkeðju í landbúnaði og rekstrargrundvöll bænda auk þess að minnka kolefnisspor og bæta fæðuöryggi.

Ísland er gott grasræktarland og íslenskur landbúnaður byggir að miklu leyti á grasnytjum, beit og öflun heyja fyrir búfé. Víða um land eru vannýtt ræktarlönd og búskaparhættir hafa breyst þannig að nokkuð er um að ræktarlönd séu að fara í órækt vegna vanhirðu.

Verksmiðjan gæti leitt af sér ákveðnar búháttabreytingar í nágrenninu að því leyti að bændur gætu leigt ræktarlönd sín til heyöflunar.
Graskögglaverksmiðjur fyrr á tímum

Hugmyndin að graskögglaframleiðslu eru ekki nýjar af nálinni, en um tíma voru slíkar verksmiðjur starfræktar hér á landi. Þetta voru gjarnan færanlegar starfsstöðvar drifnar af jarðefnaeldsneyti og hráefnið stundum orðið gamalt og hrakið.

Þurrkun á heyi er alls ekki nýtt vandamál í íslenskum heyskap og sennilega stærsti áhrifaþátturinn í endanlegum gæðum uppskeru ræktarlanda hérlendis. Þegar rúlluvæðingin og pökkun í plast hóf innreið sína töldu menn jafnvel að þetta vandamál væri úr sögunni og aðferðir og þróun þurrkunar lagðist að mestu leyti af.

Með aukinni umræðu um búháttabreytingar, loftslagsmál og kolefnisspor eru hins vegar blikur á lofti.

Verkefni þetta er ætlað að kanna raunhæfa möguleika þess að framleiða hér fóður úr íslensku heyi og öðrum hráefnum sem þurrkað er með glatvarma frá jarðhita.

Pétur Snæbjörnsson hjá Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf.

„Í ljósi loftslagsbreytinga og allrar umræðu um kolefnismál eru hugmyndir um innanlandsframleiðslu á fóðri aftur komnar á dagskrá og í raun mjög viðeigandi. Hráefnin eru til í landinu að einhverju leyti og varla á það að vera lögmál að að flytja þurfi inn öll íblöndunarefni í fóður til að viðhalda landbúnaðarframleiðslu. Í Þingeyjarsýslum er mikið af afgangsjarðhita og það er kærkomið að nýta hann til að bæta fóðurgæði,“ segir Pétur Snæbjörnsson hjá Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf., en verkefnið er unnið að frumkvæði Búnaðarsambands Þingeyinga og er Fjárfestingarfélagið er bakhjarl þess.

Fyrstu skref verkefnisins, nú þegar fjármögnun þess er tryggð, er að ganga frá samningum við samstarfsaðila þess og kortleggja möguleikana. Í því felst að greina hvað sé til af landi til ræktunar, hver sé eftirspurnin og hvaða gæði eru í boði í því fóðri sem hægt er að framleiða. Að verkefninu koma verkfræðingar, bændur, fóðurfræðingar og stofnanir á borð við LbhÍ, KEA svf. og Eflu verkfræðistofu.

Efla sveitirnar innan frá

Nú þegar hefur verið framkvæmd forkönnun og gagnaöflun langt á vel komin. „Næst þarf að kanna aðgang að landi, aðgang að orku, flutningsleiðir og hvaða efni eru til og hægt að nota í fóður,“ segir Pétur.

Þá verður kannaður fýsileiki þess að byggja verksmiðju á starfssvæði BSSÞ og Fjárfestingarfélagsins til að hefja þá starfsemi sem hér um ræðir. Byggir framleiðslan á samvinnu við bændur og aðra landeigendur á svæðinu sem ráða yfir van- eða ónýttu ræktunarlandi því verksmiðjunni er ætlað að leigja lönd sem ræktuð yrðu kerfisbundið til grasframleiðslu.

„Þannig eflast sveitirnar af því sem þær eru sterkastar í með aukinni verðmætasköpun úr þeim auðlindum sem til ráðstöfunar eru á hverjum stað. Í þessu gætu falist ákveðnar búháttabreytingar að því leyti að bændur gætu leigt ræktarlönd sín til slíkrar framleiðslu og keypt í staðinn hágæðafóður, sem þeir fá launaða vinnu við að framleiða. Þá eru ótaldir möguleikar þeirra landeigenda sem ekki stunda búskap en ráða yfir ræktarlöndum að skapa sér verðmæti,“ segir Pétur.

Fjárfesta í því sem bændur kunna og nota

Grasið verður slegið, hirt og þurrkað við jarðhita. Síðan yrði það kögglað í hámarksfóðurgæðum. Pétur bendir á að aðferðir þurrkunar til að viðhalda næringu og gæðum vöru er algeng í sjávarútvegi en hefur hins vegar ekki náð að sama marki inn í landbúnað.

Ef vel tekst til mun verkefnið leiða í ljós hvort starfsemi graskögglaverksmiðju yrði arðbær og fýsileg til bættrar afkomu í íslenskum landbúnaði og til styrkingar byggðar víða um land.

„Draumastaðan er að hafa prótótýpu næsta sumar og taka svo ákvörðun um framhaldið miðað við niðurstöður fýsileikakannana og eftirspurn á markaði. Við viljum fjárfesta í því sem bændur þekkja og kunna á til að framleiða vörur sem þeir þurfa að nota.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...