Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár í byrjun nóvember
Mynd / Bbl
Fréttir 12. október 2020

Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár í byrjun nóvember

Höfundur: Ritstjórn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst að innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verði haldinn í fyrstu viku nóvember. Innlausnarverð er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 12.764,- fyrir hvertærgildi. Greiðslumarkið sem verður inn­leyst er boðið til sölu á innlausnarverði. 

„Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 100% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra. Það skiptist hlutfalls­lega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar bein­greiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram­leið­enda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Með beiðni um inn­lausn á greiðslumarki skal fylgja veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að lögbýli og samþykki ábúanda, sam­eigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2021. 

Opnað hefur verið fyrir tilboð um kaup og sölu greiðslumarks í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, www.afurd.is. Einungis er hægt að skila tilboðum með rafrænum hætti í Afurð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 1. nóvember 2020 og verður tilkynnt um niðurstöður markaðarins ekki síðar en 8. nóvember 2020. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 1. desember 2020.

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...