Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Mynd / Rolf Gelpke
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna.

Frá árinu 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld af gestum sem heimsækja Skaftafell. Í sumar tekur í gildi sú nýbreytni að gjald verður tekið fyrir gestkomu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Vatna- jökulsþjóðgarðs. Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og miðast verðið við stærð bifreiðar. Aðgangseyrir fyrir fimm manna fólksbifreiðar er 1.000 krónur og hækkar gjaldið í nokkrum þrepum. Hæst fer það í 8.500 krónur fyrir rútur sem rúma meira en 33 farþega.

Svæðisgjaldið gildir í sólarhring og er veittur fimmtíu prósent afsláttur ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið heimsótt áður innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar. Þjónustan sem gestir fá aðgang að með greiðslu aðgangseyrisins felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum þegar þær eru á dagskrá. Tjaldstæðisgjöld eru ekki innifalin.

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.