Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Málefni alifugla skoðuð ofan í kjölinn. F.v. Jón Magnús Jónsson, Reykjabúinu, Guðmundur Svavarsson, Reykjagarði, og Ingvar Guðni Ingimundarson, kjúklingabóndi á Vatnsenda.
Málefni alifugla skoðuð ofan í kjölinn. F.v. Jón Magnús Jónsson, Reykjabúinu, Guðmundur Svavarsson, Reykjagarði, og Ingvar Guðni Ingimundarson, kjúklingabóndi á Vatnsenda.
Mynd / sá
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eigandi Reykjabúsins og Ísfugls, tæki við formennsku af Guðmundi Svavarssyni, framkvæmdastjóra Reykjagarðs, sem yrði þá varaformaður.

Eftir miklar umræður var hins vegar ákveðið að halda framhaldsfund síðar og stefnt á hann nú í vikunni. Því frestuðu alifuglabændur kosningu nýrrar stjórnar á deildarfundinum og munu mögulega fresta henni fram yfir Búnaðarþing, eða uns niðurstaða fæst í félagsgjöld deildarinnar, sem þykja óeðlilega há, og tilhögun mála á Búnaðarþingi, væntanlega fulltrúafjölda deildarinnar.

Guðmundur og Jón Magnús verða búnaðarþingsfulltrúar. Á framhaldsfundi átti jafnframt að ganga frá ályktunum deildarinnar.

Örbúskapur á evrópskan mælikvarða

Þrjú fyrirtæki eru í alifuglarækt og öll suðvestan- og sunnanlands; Reykjagarður, Matfugl og Ísfugl. Hvert þeirra rekur eigið sláturhús og annast sína markaðssetningu og dreifingu á vörum. Auk þess eru eldishús dreifð um sama svæði. Ísfugl kaupir sína framleiðslu frá bændum og tengdum aðilum.

Tollaumhverfið er alifuglabændum hugleikið enda er kostnaður við framleiðsluna hér á landi umtalsvert meiri en í nágrannalöndum okkar og Evrópu. Er það ekki síst stærð búanna sem skiptir þar máli, íslensku búin teljast nánast örbúskapur, sé horft til annarra landa.

Geta illa keppt við innflutning

Innflutningur á kjúklingakjöti nam um 1.800 tonnum í fyrra. Sagði Jón Magnús í erindi á opnum fundi um íslensk matvæli, sem BÍ stóðu fyrir 26. febrúar, að verndartollar væru alifuglabændum afar mikilvægir en hefðu staðið í sömu krónutölu í tugi ára.

„Íslensk fyrirtæki eru langt frá að vera samkeppnishæf í verði við stór fyrirtæki í Evrópu. Í alþjóðlegu samhengi er þetta lítill markaður og við eigum í vök að verjast – en nágrannar okkar ná okkur aldrei hvað varðar hreinleika vörunnar, sýklalyfjanotkun o.þ.h.,“ sagði hann.

Ákvarðanir stjórnvalda um innflutning væru greininni afar erfiðar og hefðu ruðningsáhrif yfir í aðra innlenda kjötframleiðslu. Ísland væri lokað markaðssvæði yfirfullt af kjöti, með innlenda framleiðslu sem ekki gæti flætt á milli landa. Innflutningur tæki alla aukningu sem orðið hefði í greininni hérlendis.

Styrk greinarinnar telja forsvarsmenn vera gæði, gott heilbrigði bústofna og ferskleika vörunnar ásamt því að notkun lyfja sé óveruleg og notkun sýklalyfja engin í kjúklingaræktinni.

Áskorun greinarinnar væri að gera íslenska framleiðslu hagkvæmari og stækka hlutdeild alifuglabænda á innanlandsmarkaði.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...