Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta
Fréttir 12. júlí 2019

Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var búið að flytja inn meira en allan sex mánaða tollkvóta ESB við Ísland í 6 flokkum af landbúnaðarafurðum. Hlutfalls­lega hefur verið mest flutt inn af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti, svínakjöti, nautakjöti og osti.

Í lok maí var búið að flytja inn 304.984 kg (tæp 305 tonn) af nautakjöti, en tollkvóti sem í gildi er á milli ESB og Íslands gerir ráð fyrir innflutningi á 199 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það 153% af tollkvóta.

Saltað, reykt og þurrkað langt umfram kvóta

Hlutfallslega var búið að flytja mest inn í maí af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti miðað við sex mánaða tollkvóta, eða rúm 86 tonn sem er 173% af 50 tonna tollkvóta.

Af svínakjöti var búið að flytja inn í lok maí tæp 568 tonn, eða 162% af 350 tonna tollkvóta.

Mest flutt inn af kjúklingakjöti

Í magni var innflutningur mestur á kjúklingakjöti á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 575 tonn sem er 109% af 528 tonna tollkvóta fyrir sex mánuði ársins. Rétt er að taka fram að af þessum sex mánaða tollkvóta eru 100 tonn ætluð fyrir innflutning á lífrænt vottuðu alifuglakjöti.

Mikill innlfutningu á ostum

Innflutningur á osti á fyrstu fimm mánuðum ársins fór einnig umtalsvert umfram tollkvóta. Þannig var búið að flytja inn rúm 238 tonn í lok maí sem er 132% af 180 tonna tollkvóta. Af þessum tollkvóta eru 65 tonn ætluð fyrir innflutning á upprunamerktum osti. 

Meira var líka búið að flytja inn af unnum kjötvörum á fyrstu fimm mánuðum ársins en sex mánaða tollkvóti gerir ráð fyrir, eða tæp 180 tonn. Það er 134% af 145 tonna tollkvóta.
Minna af pylsum

Talsvert vantaði aftur á móti upp á að búið væri að nýta tollkvóta fyrir pylsur í lok maí. Þá var búið að flytja inn rúmlega 62 tonn sem er einungis 50% af 125 tonna tollkvóta sem gildir fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Íslensku pylsurnar hafa  greini­lega slegið það duglega í gegn hjá neytendum að lítil þörf virðist vera fyrir pylsuinnflutning. 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...