Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta
Fréttir 12. júlí 2019

Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var búið að flytja inn meira en allan sex mánaða tollkvóta ESB við Ísland í 6 flokkum af landbúnaðarafurðum. Hlutfalls­lega hefur verið mest flutt inn af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti, svínakjöti, nautakjöti og osti.

Í lok maí var búið að flytja inn 304.984 kg (tæp 305 tonn) af nautakjöti, en tollkvóti sem í gildi er á milli ESB og Íslands gerir ráð fyrir innflutningi á 199 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það 153% af tollkvóta.

Saltað, reykt og þurrkað langt umfram kvóta

Hlutfallslega var búið að flytja mest inn í maí af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti miðað við sex mánaða tollkvóta, eða rúm 86 tonn sem er 173% af 50 tonna tollkvóta.

Af svínakjöti var búið að flytja inn í lok maí tæp 568 tonn, eða 162% af 350 tonna tollkvóta.

Mest flutt inn af kjúklingakjöti

Í magni var innflutningur mestur á kjúklingakjöti á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 575 tonn sem er 109% af 528 tonna tollkvóta fyrir sex mánuði ársins. Rétt er að taka fram að af þessum sex mánaða tollkvóta eru 100 tonn ætluð fyrir innflutning á lífrænt vottuðu alifuglakjöti.

Mikill innlfutningu á ostum

Innflutningur á osti á fyrstu fimm mánuðum ársins fór einnig umtalsvert umfram tollkvóta. Þannig var búið að flytja inn rúm 238 tonn í lok maí sem er 132% af 180 tonna tollkvóta. Af þessum tollkvóta eru 65 tonn ætluð fyrir innflutning á upprunamerktum osti. 

Meira var líka búið að flytja inn af unnum kjötvörum á fyrstu fimm mánuðum ársins en sex mánaða tollkvóti gerir ráð fyrir, eða tæp 180 tonn. Það er 134% af 145 tonna tollkvóta.
Minna af pylsum

Talsvert vantaði aftur á móti upp á að búið væri að nýta tollkvóta fyrir pylsur í lok maí. Þá var búið að flytja inn rúmlega 62 tonn sem er einungis 50% af 125 tonna tollkvóta sem gildir fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Íslensku pylsurnar hafa  greini­lega slegið það duglega í gegn hjá neytendum að lítil þörf virðist vera fyrir pylsuinnflutning. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f