Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innflutningur á blómum
Fréttir 31. maí 2019

Innflutningur á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðvikudaginn 15. maí 2019 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2019. Kvótunum hefur verið úthlutað.

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur, samtals 4.450 stykki, á meðalverðinu 100 krónur stykkið. Hæsta boð var 120 krónur en lægsta boð var 72 krónur fyrir stykkið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 krónur stykkið á meðalverðinu 119 krónur stykkið.

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur, samtals 5.660 stykki, á meðalverðinu 113 krónur stykkið. Hæsta boð var 129 krónur en lægsta boð var 83 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stykkjum á meðalverðinu 126 krónur stykkið.

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm, samtals 13.500 stykkið, á meðalverðinu 41 krónu stykkið.  Hæsta boð var 50 krónur en lægsta boð var 35 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stykkjum. á meðalverðinu 45 krónur stykkið.

Fimm tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, samtals 288.750 stykki, á meðalverðinu 28 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krónur en lægsta boð var 1 króna stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stykkjum á meðalverðinu 40 krónur stykkið. 

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...