Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sjöfn Jóhannesdóttir og Gunnlaugur Stefánsson við Prestastreng í Breiðdalsá með fallegan lax.
Sjöfn Jóhannesdóttir og Gunnlaugur Stefánsson við Prestastreng í Breiðdalsá með fallegan lax.
Mynd / G.Bender
Í deiglunni 10. maí 2017

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu

Höfundur: Gunnar Bender
,,Flest bendir til að þetta verði gott laxveiðisumar. Skilyrðin í sjónum hafa verið laxinum hagstæð allt frá því í fyrravor, a.m.k. hér austanlands, hitastig sjávar verið hærra en undanfarin ár og seiðin því átt láni að fagna til vaxtar,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson, formaður veiðifélags Breiðdalsár, er við settumst niður með honum í  smá kaffispjall í Breiðdalnum fyrir nokkrum dögum og umræðuefnið var veiði.
 
,,Smábátasjómennirnir fylgjast vel með aðstæðum og hafa sagt mér þetta. Sömuleiðis var vorið í fyrra gott fyrir árnar sem hefur hjálpað til með niðurgönguna.
 
Annars er þetta með veiðina, að aldrei er á vísan að róa og náttúran fer sínu fram. Og auðgar þetta sport, laxveiðina. Þar getur maður ekki reiknað neitt út, aðeins spáð og vonað. Það er stór hluti af sportinu og magnar eftirvæntinguna. Þegar ég horfi í reynslusjóð minninga, þá er það ekki mokveiði sem rís hæst, heldur minningar um einstaka fiska og þegar við engu sérstöku var að búast og vonleysið að hellast yfir. Þá var allt í einu á. 
 
Einu sinni fór ég til veiða í Breiðdalsá í byrjun júlí, seinni part dags á heitum og sólbjörtum degi. Í þann mund sem ég var að ganga að veiðistaðnum kom til mín maður sem sagðist hafa skannað hylinn nákvæmlega með flottum gleraugum og séð hverja einustu grjótörðu í botninum og fullyrti að ég gæti sparað mér áreynsluna, þarna væri enginn fiskur. 
 
Ég kvaddi hann með þeim orðum, að ég færi þá að æfa mig að kasta. Í þriðja kasti setti ég í 10 punda lax og landaði og svo strax í kjölfarið í annan. Ég var með hann á í fjórar klukkustundir, þar til að hann rauk niður ána og sleit sig lausan. Þennan nýgengna fisk sá ég oft, stökk tignarlega, en fór sér aldrei óðslega. Ég hef tæpast séð þá miklu stærri, þó ég hafi landað löxum tuttugu plús. Þannig að ekki einu sinni sjónin í gegnum tækni gleraugna getur reiknað út veiðivonina. Í veiðinni gildir að halda áfram og reyna. Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu.  Það fengum við félagarnir, Hörður Sigmarsson, að reyna sl. haust. Það hafði verið afar rólegt allan daginn, tæpast taka og freistandi að hætta, fara í hús og njóta lífsins. En við strögluðum áfram. Þá undir kvöld var allt í einu á og svo stöðug taka fram í myrkur. Svona er veiðin. Hið óvænta alltaf við hornið.
 
Ég hef verið að skoða ána mína, Breiðdalsá, undanfarna daga og sýnist hún koma vel undan vetri. Það hefur verið afar milt í vetur, varla fest frost í jörð og engar klakastíflur hlaðist upp í ánni. Mér sýnast hefðbundnir veiðistaðir halda sér vel og jafnvel nýir bæst við. Það verður spennandi að sjá hvort lax stoppi þar í sumar. 
 
Undanfarin ár hefur töluverður snjór safnast í fjöllin og fóðrað ána með vatni langt fram á sumar. Vatnsaginn var td. meiri í vorveiðinni sl. tvö ár en góðu hófi gegndi. Nú er minni snjór í fjöllum, en nokkur forði sem á eftir að koma sér vel. Annars höfum við ekki átt við sama vanda að stríða í Breiðdalsá með vatnsleysið eins og víða annars staðar. Og auðvitað rignir í sumar. Það eru því allar aðstæður til að vona að það verði fallegt sumar og ævintýri á árbakkanum,“ segir Gunnlaugur, kaffibollinn er næstum tómur. Veiðisumarið er að koma, það sem allir eru að bíða eftir. 
 
Laxinn er á leiðinni, fyrstu laxarnir gætu látið sjá sig í byrjun maí í Borgarfirðinum, í fyrra komu þeir snemma, hvað gera þeir í ár?

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...