Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjöfn Jóhannesdóttir og Gunnlaugur Stefánsson við Prestastreng í Breiðdalsá með fallegan lax.
Sjöfn Jóhannesdóttir og Gunnlaugur Stefánsson við Prestastreng í Breiðdalsá með fallegan lax.
Mynd / G.Bender
Í deiglunni 10. maí 2017

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu

Höfundur: Gunnar Bender
,,Flest bendir til að þetta verði gott laxveiðisumar. Skilyrðin í sjónum hafa verið laxinum hagstæð allt frá því í fyrravor, a.m.k. hér austanlands, hitastig sjávar verið hærra en undanfarin ár og seiðin því átt láni að fagna til vaxtar,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson, formaður veiðifélags Breiðdalsár, er við settumst niður með honum í  smá kaffispjall í Breiðdalnum fyrir nokkrum dögum og umræðuefnið var veiði.
 
,,Smábátasjómennirnir fylgjast vel með aðstæðum og hafa sagt mér þetta. Sömuleiðis var vorið í fyrra gott fyrir árnar sem hefur hjálpað til með niðurgönguna.
 
Annars er þetta með veiðina, að aldrei er á vísan að róa og náttúran fer sínu fram. Og auðgar þetta sport, laxveiðina. Þar getur maður ekki reiknað neitt út, aðeins spáð og vonað. Það er stór hluti af sportinu og magnar eftirvæntinguna. Þegar ég horfi í reynslusjóð minninga, þá er það ekki mokveiði sem rís hæst, heldur minningar um einstaka fiska og þegar við engu sérstöku var að búast og vonleysið að hellast yfir. Þá var allt í einu á. 
 
Einu sinni fór ég til veiða í Breiðdalsá í byrjun júlí, seinni part dags á heitum og sólbjörtum degi. Í þann mund sem ég var að ganga að veiðistaðnum kom til mín maður sem sagðist hafa skannað hylinn nákvæmlega með flottum gleraugum og séð hverja einustu grjótörðu í botninum og fullyrti að ég gæti sparað mér áreynsluna, þarna væri enginn fiskur. 
 
Ég kvaddi hann með þeim orðum, að ég færi þá að æfa mig að kasta. Í þriðja kasti setti ég í 10 punda lax og landaði og svo strax í kjölfarið í annan. Ég var með hann á í fjórar klukkustundir, þar til að hann rauk niður ána og sleit sig lausan. Þennan nýgengna fisk sá ég oft, stökk tignarlega, en fór sér aldrei óðslega. Ég hef tæpast séð þá miklu stærri, þó ég hafi landað löxum tuttugu plús. Þannig að ekki einu sinni sjónin í gegnum tækni gleraugna getur reiknað út veiðivonina. Í veiðinni gildir að halda áfram og reyna. Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu.  Það fengum við félagarnir, Hörður Sigmarsson, að reyna sl. haust. Það hafði verið afar rólegt allan daginn, tæpast taka og freistandi að hætta, fara í hús og njóta lífsins. En við strögluðum áfram. Þá undir kvöld var allt í einu á og svo stöðug taka fram í myrkur. Svona er veiðin. Hið óvænta alltaf við hornið.
 
Ég hef verið að skoða ána mína, Breiðdalsá, undanfarna daga og sýnist hún koma vel undan vetri. Það hefur verið afar milt í vetur, varla fest frost í jörð og engar klakastíflur hlaðist upp í ánni. Mér sýnast hefðbundnir veiðistaðir halda sér vel og jafnvel nýir bæst við. Það verður spennandi að sjá hvort lax stoppi þar í sumar. 
 
Undanfarin ár hefur töluverður snjór safnast í fjöllin og fóðrað ána með vatni langt fram á sumar. Vatnsaginn var td. meiri í vorveiðinni sl. tvö ár en góðu hófi gegndi. Nú er minni snjór í fjöllum, en nokkur forði sem á eftir að koma sér vel. Annars höfum við ekki átt við sama vanda að stríða í Breiðdalsá með vatnsleysið eins og víða annars staðar. Og auðvitað rignir í sumar. Það eru því allar aðstæður til að vona að það verði fallegt sumar og ævintýri á árbakkanum,“ segir Gunnlaugur, kaffibollinn er næstum tómur. Veiðisumarið er að koma, það sem allir eru að bíða eftir. 
 
Laxinn er á leiðinni, fyrstu laxarnir gætu látið sjá sig í byrjun maí í Borgarfirðinum, í fyrra komu þeir snemma, hvað gera þeir í ár?

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin
Fréttaskýring 29. september 2023

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin

Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra ...

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...