Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Alvarleg bylgja bráðsmitandi veiruskitu gengur nú yfir í Eyjafirði. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Blóð í grönum er meðal einkenna.
Alvarleg bylgja bráðsmitandi veiruskitu gengur nú yfir í Eyjafirði. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Blóð í grönum er meðal einkenna.
Mynd / Berglind Kristinsdóttir
Í deiglunni 27. janúar 2023

Sóttvarnir á alla bæi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Berglind Kristinsdóttir, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, vakti máls á alvarleika veiruskitunnar sem gengur yfir landið með innleggi á Facebook í vikunni. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að samanlagt tjón á fjórða degi væri minnst ein milljón króna, en þá var faraldurinn ekki genginn yfir. Hún kallar eftir að allir bændur taki sóttvarnir alvarlega.

Berglind Kristinsdóttir.

Með myndunum sem Berglind deildi vildi hún sýna bændasamfélaginu hversu alvarleg veiruskitan er og koma af stað umræðu um viðbrögð. „Erum við raunverulega að fara að gera ráð fyrir svona í rekstraráætlunum kúabúa landsins?“ spyr Berglind, en henni finnst ekki eðlilegt að veiruskita sé árlegur viðburður á hverju búi – jafnvel oftar.

„Við erum kannski komin á þann tímapunkt að við þurfum að vera með sambærilegar sóttvarnir á sem flestum bæjum. Ég mun verða mér úti um þær eftir þessa bylgju en það er erfitt að verja sig með einhverjum bökkum og göllum því hún berst með tækjum og tólum líka. Við þurfum að lifa með þessari veiru, en spurningin er; hvernig ætlum við að umgangast hana og passa upp á hvert annað? Það þarf meira upplýsingaflæði og frekari rannsóknir,“ segir Berglind.

Landslagið breytt

„Það er annað landslag í fjósum landsins en fyrir tíu árum. Þú ert að fá verktaka, þjónustumenn fyrir róbótinn og aðra, þannig að það er meiri umgangur í kringum kýrnar en var.“ Smitrakning sé sérlega erfið þar sem umferð utanaðkomandi er mikil. „Ég get engan veginn sagt til um það hvernig veiran kom til okkar.“

Fyrstu einkennin voru samdráttur í mjólkurframleiðslu og minnkað kjarnfóðurát sem Berglind sá í yfirliti fjóstölvunnar. Að hálfum sólarhring liðnum byrjuðu kýrnar að fá drullu. Fyrstu kýrnar veiktust 17. janúar og segir Berglind að fjórum dögum síðar hafi komið önnur bylgja og enn fleiri gripir sýkst. Á sjötta degi, þegar flestar kýrnar voru sjúkar, hafði meðalnyt bæjarins dregist saman um 37% miðað við það sem var fyrir faraldur.

Á flestum bæjum hafa komið faraldrar veiruskitu áður. Berglind segir pestina sem gengur yfir núna vera umtalsvert svæsnari en þær sem hún hefur kynnst. „Það var blóð í drullunni, það kom blóðhlaup úr grönunum og þú ert að heyra hósta. Það tala fleiri um að það sé meira af þessum einkennum núna,“ segir Berglind.

Töpuðu allri lyst

Bændurnir hafa þurft að kalla til dýralækni í nokkur skipti, en önnur viðbrögð hafa verið að gefa kúnum þurran hálm til að róa vömbina og auka aðgengi að saltsteinum og steinefnum. Einnig slökktu þau á kjarnfóðurbásunum þegar þær voru sem veikastar þar sem kýrnar höfðu tapað allri lyst.

„Þær verða þrútnar í kringum augun, með köld eyru og kaldar á síðunni,“ segir Berglind um líkamleg einkenni mjólkurkúnna. „Maður fann til með þeim. Þær voru svo þreyttar, lágu, voru ámátlegar og þung þögn var yfir fjósinu.“ Hún óttast að nokkrar kýr gætu þróað með sér júgurbólgu.

Getur leitt til dauða

Berglind hefur heyrt af veiru­ faröldrum á mörgum bæjum í kringum sig og að sýkingin hafi sums staðar leitt kýr til dauða. Á Hrafnagili hefur engin kýr drepist að svo stöddu, en þar sem faraldurinn er ekki genginn yfir og eftirköstin óljós, vildi Berglind ekki hrósa happi enn sem komið er.

„Við erum búin að fá dýralækni í sumar kýrnar tvisvar – og við erum bara að bíða og vona að þær hjarni við,“ en hún segir umræddar kýr hafa verið mjög stutt frá burði og afar viðkvæmar fyrir.

Skylt efni: veiruskita

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...