Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Mynd / EJ
Í deiglunni 9. nóvember 2017

Sett í stórlax

Höfundur: Gunnar Bender
„Við vorum við veiðar, feðgarnir, fyrr í sumar og komum við í Urriðaá á Mýrum, áin var frekar vatnslítil á efri svæðunum,  eins og oft gerist á þessum tíma í þurrki. En mjög góð skilyrði voru á flóðinu í neðstu fjórum hyljunum og hann sýndi sig þar í góðu veðri, sól, 15 stiga hita og logni,“ segir Hörður Alexander Eggertsson veiðimaður,  þegar hann rifjar upp veiðitúr í sumar sem var skemmtilegur.
 
En Hörður setti í einn mjög vænan lax  sem hafði betur  og stóð  viðureignin um fimmtán mínútur. 
„Hann var mjög erfiður og var alveg klesstur við botninn allan tímann og sýndi sig ekki. Stöngin var alveg í keng og hann reif út línuna. Við Eggert Sk. Jóhannesson, faðir minn, vorum búnir að velja góðan stað við hylinn til þess að landa honum. En þegar það voru svona fjórir til fimm metrar í hann,  þá sleit hann sig lausan af króknum með miklum látum. Líklega hefur hann verið að koma inn á flóðinu þennan dag, enda var hann ansi sterkur og ákveðinn.“  
 
En það var alla vega gaman að takast á við þann stóra og glíma við hann í góðum og skemmtilegum félagsskap reyndra veiðifélaga í frábæru veðri,“ sagði Hörður Alexander Eggertsson.

Skylt efni: Urriðaá | stangaveiði

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...