Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Hörður glímir við stórlaxinn sem hafði betur að lokum.
Mynd / EJ
Í deiglunni 9. nóvember 2017

Sett í stórlax

Höfundur: Gunnar Bender
„Við vorum við veiðar, feðgarnir, fyrr í sumar og komum við í Urriðaá á Mýrum, áin var frekar vatnslítil á efri svæðunum,  eins og oft gerist á þessum tíma í þurrki. En mjög góð skilyrði voru á flóðinu í neðstu fjórum hyljunum og hann sýndi sig þar í góðu veðri, sól, 15 stiga hita og logni,“ segir Hörður Alexander Eggertsson veiðimaður,  þegar hann rifjar upp veiðitúr í sumar sem var skemmtilegur.
 
En Hörður setti í einn mjög vænan lax  sem hafði betur  og stóð  viðureignin um fimmtán mínútur. 
„Hann var mjög erfiður og var alveg klesstur við botninn allan tímann og sýndi sig ekki. Stöngin var alveg í keng og hann reif út línuna. Við Eggert Sk. Jóhannesson, faðir minn, vorum búnir að velja góðan stað við hylinn til þess að landa honum. En þegar það voru svona fjórir til fimm metrar í hann,  þá sleit hann sig lausan af króknum með miklum látum. Líklega hefur hann verið að koma inn á flóðinu þennan dag, enda var hann ansi sterkur og ákveðinn.“  
 
En það var alla vega gaman að takast á við þann stóra og glíma við hann í góðum og skemmtilegum félagsskap reyndra veiðifélaga í frábæru veðri,“ sagði Hörður Alexander Eggertsson.

Skylt efni: Urriðaá | stangaveiði

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...