Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Mynd / Hörður Jónsson
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Oft verið miklu meira af rjúpu

„Við erum  búnir að fara tvisvar á rjúpu og fengið mjög lítið, einn og einn fugl. það var bara alls ekki mikið af fugli,“ sagði veiðimaður sem við hittum uppi á Holtavörðuheiði aðra helgina sem mátti fara á rjúpu.
 
Flestir eru sammála um að það sé minna af rjúpu en oft áður. Og einn kom með þá kenningu að lítið hefði verið af berjum á stórum hluta landsins, eins og fyrir vestan og norðan. 
 
„Rjúpan hefur bara ekki haft eins mikið að borða eins og venjulega, í Borgarfirði var mjög lítið af berjum, eiginlega ekki neitt bara,“ sagði þessi veiðimaður og það var margt til í þessu hjá honum.
 
Í Borgarfirði var varla ber á lyngi, sama hvað var leitað og leitað. Rigningasumar og sólarlítið.
 
Veiðimenn sem við höfum rætt við voru sammála um minni rjúpu eins og uppi á Holtavörðuheiði. Eftir tveggja tíma labb sást einn fugl og lítið annað. Einn hrafn á flugi og hann var alls ekki hvítur að sjá við fyrstu sýn.
 
Svona er þetta bara en einni helgi hefur verið bætt við og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn. 

Skylt efni: rjúpa | rjúpnaveiðar

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...