Þakklátur fyrir þau forréttindi sem það eru að fá að veiða í íslenskri náttúru
„Góð veiðiferð á sér jafnan framhaldslíf í vel sögðum veiðisögum. Sumar þeirra verða ódauðlegar og ganga kynslóða á milli, æ betri í hvert sinn sem þær eru sagðar. Sögurnar eru stór hluti af veiðimenningunni og hafa bæði skemmti- og fræðslugildi,“ segir í upphafi bókar sem veiðimaðurinn Dúi J. Landmark ritar og kom út á dögunum.