Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fleiri rjúpnaveiðidagar á stærri veiðistofn
Mynd / BBL
Fréttir 26. október 2018

Fleiri rjúpnaveiðidagar á stærri veiðistofn

Höfundur: smh

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið að rjúpnastofninn þoli veiðar á 67 þúsund fuglum. Í fyrra var niðurstaðan 57 þúsund fuglar og árið 2016 40 þúsund fuglar. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veiðidagar rjúpu verði fimmtán talsins í ár, en í fyrra og árið 2016 voru þeir 12. Veiðitímabilið hófst í dag og skiptist niður á næstu fimm helgar.

Miðað er við að tíu rjúpur komið í hlut hvers veiðimanns ef þessum 67 þúsund fuglum er dreift jafnt á milli þeirra sem héldu til veiða á síðasta ári. Áfram er sölubann á rjúpum.

Í tilkynningu úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að meginstefna stjórnvalda sé að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær, sem og annarra auðlinda. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. „Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og síðan rekið stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting. Rjúpnastofninn stendur betur nú en undanfarin ár. Því er talið ásættanlegt að rýmka þann tíma sem hægt að stunda veiðar. Það getur jafnframt orðið til þess að minnka álag á veiðislóð.“

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018 er eftirfarandi:

1. Heildarveiði árið 2018 miðast við 67.000 rjúpur sbr. mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins.

2. Sölubann er á rjúpum. Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Umhverfisstofnun er falið að fylgja því eftir.

3. Hófsemi skal vera í fyrirrúmi. Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Umhverfisstofnun verður falið að hvetja til hófsemi í veiðum.

4. Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár.

5. Veiðidagar eru 15 og skiptast á fimm helgar, frá föstudegi til sunnudags og hefst veiði síðustu helgina í október sem hér segir:

Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október, þrír dagar.

Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember, þrír dagar.

Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember, þrír dagar.

Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember, þrír dagar.

Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember, þrír dagar.

6. Fyrirsjáanleiki. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun, til samræmis við ákvæði laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fela Umhverfisstofnun að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands að hefja vinnu við gerð tillögu um fyrirkomulag rjúpnaveiða sem taki gildi frá og með haustinu 2019. Um það hafi stofnunin samstarf við Samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar og eftir atvikum aðra aðila, en í nefndinni sitja fulltrúar Skotvís, Fuglaverndar, Bændasamtakanna og Náttúrustofa, auk fyrrgreindra stofnana. Sú tillaga liggi fyrir í febrúar nk.

Skylt efni: rjúpa | rjúpnaveiðar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...