Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjöldi veiðidaga er ákveðinn eftir stofnstærð rjúpunnar í hverjum landshluta.
Fjöldi veiðidaga er ákveðinn eftir stofnstærð rjúpunnar í hverjum landshluta.
Mynd / Úr safni
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fuglinn sé hins vegar styggur og dreifður þar sem jörð er auð.

Áki Ármann Jónsson

Hann segir að víðast um land hafi veðrið ekki verið hagstætt til rjúpnaveiða. Þegar það er hlýtt og lítill snjór er fuglinn dreifður og sérstaklega var um sig. „Hún fer ekki að róast fyrr en það fer að snjóa í fjöll,“ segir Áki. „Þá getur hún alltaf leitað í snjóinn.“

Ein rjúpa á hvern veislugest

Áki hefur ekki enn þá fengið töluleg gögn um gang veiðanna, en þeir veiðimenn sem hann hefur talað við segjast hafa fengið nóg af fuglum. Samkvæmt könnunum Skotvís undanfarin ár þurfa veiðimenn að meðaltali níu rjúpur í jólamatinn fyrir sína fjölskyldu. Áki segir eina rjúpu duga að jafnaði fyrir hvern veislugest. Á hverju ári eru fjögur til fimm þúsund einstaklingar sem fara í rjúpnaveiði en Áki segir veiðimenn yfirleitt vera fleiri þegar mikið er af rjúpu.

„Um níutíu prósent veiðimanna fara fyrstu helgina. Síðan fara þeir lítið eftir það nema það sé gríðarlegur skortur í jólamatinn,“ segir Áki en Skotvís leggur reglulega könnun fyrir sína félagsmenn til þess að átta sig á hegðun þeirra. „Fjöldi veiðidaga hjá veiðimönnum er að meðaltali í kringum fjóra,“ bendir Áki á. Samkvæmt Skotvís sýni þessi gögn fram á að fjölgun veiðidaga ætti ekki að hafa þau áhrif að ásókn veiðimanna verði mikið meiri.

Flestir veiðidagar á Austurlandi

Veiðitímabilið hófst föstudaginn 25. október og er núna í fyrsta skipti mislangt eftir landshlutum. Á Austurlandi eru veiðidagarnir 43 og sá síðasti 22. desember. Á Vestfjörðum eru dagarnir 25 og veiði hætt 26. nóvember. Í öðrum landshlutum eru veiðidagarnir 20 og þar er óheimilt að veiða rjúpu eftir 19. nóvember. Ekki má veiða rjúpu á miðvikudögum og fimmtudögum.

„Það var gefin út ný stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu núna í haust og þar eru veiðarnar landshlutaskiptar, en hún er í misjöfnu ástandi eftir landshlutum. Þá er verið að veiða lengur á þeim stöðum þar sem hún stendur sig vel og minna þar sem hún stendur sig verr,“ segir Áki. Umhverfisstofnun mun leggja til við ráherra á hverju ári hversu lengi skal veiða á hverjum stað út frá reiknilíkani sem var tekið í gagnið í ár. Það byggir meðal annars á gögnum úr veiðikortakerfinu og talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...