Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rjúpnaveiðin hófst í dag
Mynd / BBL
Fréttir 27. október 2017

Rjúpnaveiðin hófst í dag

Höfundur: smh

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Leyfðar eru veiðar í tólf daga, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember, á alls 57 þúsund fuglum samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Miðað er við þrjá daga frá föstudegi til sunnudags þessar fjórar helgar. Ef miðað er við fjölda veiðimanna í fyrra koma 5-6 fuglar í hlut hvers og eins. Það er 17 þúsund fleiri fuglar en leyft var að veiða í fyrra, en að öðru leyti er sama fyrirkomulag á milli áranna. Rjúpnaveiðimönnum hefur heldur fjölgað.

Sölubann áfram

Í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 kemur fram að sölubann sé á rjúpum og er það sama fyrirkomulag og verið hefur á undanförnum árum. Umhverfisstofnun er gert að fylgja sölubanni eftir. Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið, en veiðiverndarsvæði er á Suðvesturlandi  líkt og undanfarin ár.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa | skotveiði

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...