Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rjúpnaveiðin hófst í dag
Mynd / BBL
Fréttir 27. október 2017

Rjúpnaveiðin hófst í dag

Höfundur: smh

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Leyfðar eru veiðar í tólf daga, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember, á alls 57 þúsund fuglum samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Miðað er við þrjá daga frá föstudegi til sunnudags þessar fjórar helgar. Ef miðað er við fjölda veiðimanna í fyrra koma 5-6 fuglar í hlut hvers og eins. Það er 17 þúsund fleiri fuglar en leyft var að veiða í fyrra, en að öðru leyti er sama fyrirkomulag á milli áranna. Rjúpnaveiðimönnum hefur heldur fjölgað.

Sölubann áfram

Í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 kemur fram að sölubann sé á rjúpum og er það sama fyrirkomulag og verið hefur á undanförnum árum. Umhverfisstofnun er gert að fylgja sölubanni eftir. Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið, en veiðiverndarsvæði er á Suðvesturlandi  líkt og undanfarin ár.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa | skotveiði

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...