Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rjúpnaveiðin hófst í dag
Mynd / BBL
Fréttir 27. október 2017

Rjúpnaveiðin hófst í dag

Höfundur: smh

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Leyfðar eru veiðar í tólf daga, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember, á alls 57 þúsund fuglum samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Miðað er við þrjá daga frá föstudegi til sunnudags þessar fjórar helgar. Ef miðað er við fjölda veiðimanna í fyrra koma 5-6 fuglar í hlut hvers og eins. Það er 17 þúsund fleiri fuglar en leyft var að veiða í fyrra, en að öðru leyti er sama fyrirkomulag á milli áranna. Rjúpnaveiðimönnum hefur heldur fjölgað.

Sölubann áfram

Í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 kemur fram að sölubann sé á rjúpum og er það sama fyrirkomulag og verið hefur á undanförnum árum. Umhverfisstofnun er gert að fylgja sölubanni eftir. Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið, en veiðiverndarsvæði er á Suðvesturlandi  líkt og undanfarin ár.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa | skotveiði

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...