Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rjúpnaveiðin hófst í dag
Mynd / BBL
Fréttir 27. október 2017

Rjúpnaveiðin hófst í dag

Höfundur: smh

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Leyfðar eru veiðar í tólf daga, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember, á alls 57 þúsund fuglum samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Miðað er við þrjá daga frá föstudegi til sunnudags þessar fjórar helgar. Ef miðað er við fjölda veiðimanna í fyrra koma 5-6 fuglar í hlut hvers og eins. Það er 17 þúsund fleiri fuglar en leyft var að veiða í fyrra, en að öðru leyti er sama fyrirkomulag á milli áranna. Rjúpnaveiðimönnum hefur heldur fjölgað.

Sölubann áfram

Í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 kemur fram að sölubann sé á rjúpum og er það sama fyrirkomulag og verið hefur á undanförnum árum. Umhverfisstofnun er gert að fylgja sölubanni eftir. Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið, en veiðiverndarsvæði er á Suðvesturlandi  líkt og undanfarin ár.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa | skotveiði

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...