Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Mynd / VA ARKITEKTAR
Fréttir 9. mars 2022

Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð

Höfundur: MHH - HKr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam­­þykktu í aðdraganda sam­einingar­kosninga sveitar­félaganna 19. febrúar, vilja­yfir­lýsingu er varðar skóla­mann­virki í Varmahlíð.

Þar sagði að ef niðurstaða kosn­inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp­byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp­byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl­farið.

Áætlað var að framlög úr Jöfn­unar­­­sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam­ein­ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg­ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár­króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.

„Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...