Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Mynd / VA ARKITEKTAR
Fréttir 9. mars 2022

Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð

Höfundur: MHH - HKr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam­­þykktu í aðdraganda sam­einingar­kosninga sveitar­félaganna 19. febrúar, vilja­yfir­lýsingu er varðar skóla­mann­virki í Varmahlíð.

Þar sagði að ef niðurstaða kosn­inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp­byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp­byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl­farið.

Áætlað var að framlög úr Jöfn­unar­­­sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam­ein­ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg­ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár­króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.

„Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...