Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Mynd / VA ARKITEKTAR
Fréttir 9. mars 2022

Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð

Höfundur: MHH - HKr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam­­þykktu í aðdraganda sam­einingar­kosninga sveitar­félaganna 19. febrúar, vilja­yfir­lýsingu er varðar skóla­mann­virki í Varmahlíð.

Þar sagði að ef niðurstaða kosn­inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp­byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp­byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl­farið.

Áætlað var að framlög úr Jöfn­unar­­­sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam­ein­ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg­ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár­króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.

„Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.