Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Hér má sjá teikningu af skólamannvirkjum í Varmahlíð.
Mynd / VA ARKITEKTAR
Fréttir 9. mars 2022

Hyggjast leggja 728 milljónir króna í skólamannvirki í Varmahlíð

Höfundur: MHH - HKr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og meirihluti sveitarstjórnar Akrahrepps sam­­þykktu í aðdraganda sam­einingar­kosninga sveitar­félaganna 19. febrúar, vilja­yfir­lýsingu er varðar skóla­mann­virki í Varmahlíð.

Þar sagði að ef niðurstaða kosn­inga leiddi til sameiningar, þá muni fjárframlög til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til að hraða upp­byggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Nú var sameining samþykkt svo væntanlega má búast við upp­byggingu skóla í Varmahlíð í kjöl­farið.

Áætlað var að framlög úr Jöfn­unar­­­sjóði sveitarfélaga nemi um 728 milljónum króna ef af sam­ein­ingunni yrði. Að því er fram kom fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum, þá var meirihluti sveitarstjórnanna jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrki ekki aðeins hraðari uppbygg­ingu í Varmahlíð heldur veiti þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðár­króki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.

„Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Hér má sjá teikningar af skólamannvirkjum í Varmahlíð og þær tillögur, sem liggja fyrir að breytingu og nýbyggingu leikskóla. Mynd / VA ARKITEKTAR

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...