Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Mynd / Teo Do Rio
Fréttir 12. desember 2022

Hvattir til að skipta úr lífrænni í hefðbundna framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn sænska mjólkurafurðafélagsins Norrmejerier hefur hvatt lífræna bændur til að skipta yfir í hefðbundna mjólkurframleiðslu.

Hin dönsku Mjólkurtíðindi greina frá því að neysla á staðbundnum vörum hafi aukist á kostnað lífrænnar framleiðslu. Þar með sé framboð á lífrænni mjólk nú meira en eftirspurnin.

Haft er eftir Göran Olofsson, stjórnarformanns Norrmejerier, að fyrirtækið ætli að takmarka innlegg lífrænnar mjólkur, sem hefur þó verið að dragast saman á árinu.

Mjólkurfyrirtæki greiða venjulega álag fyrir lífrænt innlegg en Norrmejerier hefur að undanförnu verið að selja þá lífrænu sem hefðbundna mjólk. Því sé félagið að hvetja bændur til að skipta yfir í hefðbundna framleiðslu.

Norrmejerier er þriðja stærsta mjólkurafurðafélagið í Svíþjóð. Tæplega 50 af 330 mjólkurbirgjum félagsins framleiða lífræna mjólk að því er fram kemur í fregn Mælkeri tidende.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...