Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Mynd / Teo Do Rio
Fréttir 12. desember 2022

Hvattir til að skipta úr lífrænni í hefðbundna framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn sænska mjólkurafurðafélagsins Norrmejerier hefur hvatt lífræna bændur til að skipta yfir í hefðbundna mjólkurframleiðslu.

Hin dönsku Mjólkurtíðindi greina frá því að neysla á staðbundnum vörum hafi aukist á kostnað lífrænnar framleiðslu. Þar með sé framboð á lífrænni mjólk nú meira en eftirspurnin.

Haft er eftir Göran Olofsson, stjórnarformanns Norrmejerier, að fyrirtækið ætli að takmarka innlegg lífrænnar mjólkur, sem hefur þó verið að dragast saman á árinu.

Mjólkurfyrirtæki greiða venjulega álag fyrir lífrænt innlegg en Norrmejerier hefur að undanförnu verið að selja þá lífrænu sem hefðbundna mjólk. Því sé félagið að hvetja bændur til að skipta yfir í hefðbundna framleiðslu.

Norrmejerier er þriðja stærsta mjólkurafurðafélagið í Svíþjóð. Tæplega 50 af 330 mjólkurbirgjum félagsins framleiða lífræna mjólk að því er fram kemur í fregn Mælkeri tidende.

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...

Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Fé...

Sátt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 6. febrúar 2025

Sátt í ullargreiðslumálinu

Sátt var gerð í máli Bjarna Sigurjónssonar, sauðfjárbónda á Fornustekkum í Horna...

Útburður á hræjum er leyfisskyldur
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.