Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Hjá Norrmejerier í Svíþjóð er framboð á lífrænni mjólk meira en eftirspurnin.
Mynd / Teo Do Rio
Fréttir 12. desember 2022

Hvattir til að skipta úr lífrænni í hefðbundna framleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn sænska mjólkurafurðafélagsins Norrmejerier hefur hvatt lífræna bændur til að skipta yfir í hefðbundna mjólkurframleiðslu.

Hin dönsku Mjólkurtíðindi greina frá því að neysla á staðbundnum vörum hafi aukist á kostnað lífrænnar framleiðslu. Þar með sé framboð á lífrænni mjólk nú meira en eftirspurnin.

Haft er eftir Göran Olofsson, stjórnarformanns Norrmejerier, að fyrirtækið ætli að takmarka innlegg lífrænnar mjólkur, sem hefur þó verið að dragast saman á árinu.

Mjólkurfyrirtæki greiða venjulega álag fyrir lífrænt innlegg en Norrmejerier hefur að undanförnu verið að selja þá lífrænu sem hefðbundna mjólk. Því sé félagið að hvetja bændur til að skipta yfir í hefðbundna framleiðslu.

Norrmejerier er þriðja stærsta mjólkurafurðafélagið í Svíþjóð. Tæplega 50 af 330 mjólkurbirgjum félagsins framleiða lífræna mjólk að því er fram kemur í fregn Mælkeri tidende.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.