Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Mynd / /bssl.is
Fréttir 30. janúar 2015

Huppustyttan afhent Ytri-Skógum

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu síðastliðinn miðvikudag voru veitt nokkur verðlaun fyrir góðan árangur.

Í frétt á vef Búnaðarsambands Suðurlands er greint frá því sem fram fór á fundinum. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands,veitti verðlaunin sem voru eftirfarandi:  Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar hlautYtri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP.  Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum, mjólkaði 12.700 kg mjólkur. Þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A. 

Fundurinn var áhugaverður og vel sóttur af bændum, enda málefni fundarins af ýmsum toga auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Runólfur Sigursveinsson kynnti form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum.  Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fór yfir stöðu verkefna hjá félaginu. Önnur mál voru rædd og tillögur kynntar til aðalfundar LK sem verður í mars.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...