Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Á myndinni eru verðlaunahafarnir; Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri -Skógum og Guðgeir Sumarliðason Skammadal.
Mynd / /bssl.is
Fréttir 30. janúar 2015

Huppustyttan afhent Ytri-Skógum

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu síðastliðinn miðvikudag voru veitt nokkur verðlaun fyrir góðan árangur.

Í frétt á vef Búnaðarsambands Suðurlands er greint frá því sem fram fór á fundinum. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands,veitti verðlaunin sem voru eftirfarandi:  Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar hlautYtri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP.  Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum, mjólkaði 12.700 kg mjólkur. Þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A. 

Fundurinn var áhugaverður og vel sóttur af bændum, enda málefni fundarins af ýmsum toga auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa. Runólfur Sigursveinsson kynnti form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum.  Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fór yfir stöðu verkefna hjá félaginu. Önnur mál voru rædd og tillögur kynntar til aðalfundar LK sem verður í mars.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...