Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks
Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks
Fréttir 12. janúar 2023

Hundraðföld kornrækt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Miðað við áform um stækkun viskíframleiðslunnar hjá Eimverki, verður byggrækt á þess vegum hundraðföld að tíu árum liðnum. Í dag er framleitt úr 100 tonnum, úr eigin ræktun, en áætlað er að hráefnisþörfin verði komin í tíu þúsund tonn að tíu árum liðnum.

Í dag fer byggræktunin að mestu fram í Bjálmholti í Holtum, sem er í eigu Eimverks, auk þess sem hráefni berst meðal annars frá Sandhóli og Þorvaldseyri. Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks, segir að stefnan sé að auka enn frekar samstarfið við bændur á næstu árum. Stækkunin sé fyrirhuguð í fjórum þrepum og ætlunin sé að tvöfalda ræktunina strax á þessu ári – og uppskera 200 tonn í haust. Árið 2025 er gert ráð fyrir að hráefnisþörfin verði komin í 500 tonn af þurru byggi.

Samstarf við bændur í öllum landshlutum

„Til að dreifa áhættunni þurfum við að komast í samstarf við bændur í öllum landshlutum, því það koma yfirleitt alltaf slæm ár á einhverjum stað á landinu.

Varan sem kemur út úr öllu ferlinu er mjög verðmæt sem gerir það að verkum að við getum greitt betur fyrir kornið til að tryggja okkur það að bændur hafi áhuga á samstarfinu.

Fyrir bændur þýðir þetta að það verður hægt að ganga að stöðugum markaðsaðstæðum, því þarna er kominn þessi kaupandi á markaði sem þarf mikið magn, borgar vel fyrir og hleypur ekki beint í innflutta byggið þegar það er hagstætt í verði,“ segir Haraldur.

Hann segir að unnið sé að því að fá heitið „Íslenskt viskí“ sem verndað afurðaheiti.

Það myndi skapa þeirra framleiðslu þá sérstöðu sem Eimverk þurfi, svo ekki þurfi að standa í samkeppni við vörur sem lítið eða ekkert sé íslenskt við.

Sjá nánar á bls. 32 - 33. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Eimverk

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...