Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks
Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks
Fréttir 12. janúar 2023

Hundraðföld kornrækt

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Miðað við áform um stækkun viskíframleiðslunnar hjá Eimverki, verður byggrækt á þess vegum hundraðföld að tíu árum liðnum. Í dag er framleitt úr 100 tonnum, úr eigin ræktun, en áætlað er að hráefnisþörfin verði komin í tíu þúsund tonn að tíu árum liðnum.

Í dag fer byggræktunin að mestu fram í Bjálmholti í Holtum, sem er í eigu Eimverks, auk þess sem hráefni berst meðal annars frá Sandhóli og Þorvaldseyri. Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks, segir að stefnan sé að auka enn frekar samstarfið við bændur á næstu árum. Stækkunin sé fyrirhuguð í fjórum þrepum og ætlunin sé að tvöfalda ræktunina strax á þessu ári – og uppskera 200 tonn í haust. Árið 2025 er gert ráð fyrir að hráefnisþörfin verði komin í 500 tonn af þurru byggi.

Samstarf við bændur í öllum landshlutum

„Til að dreifa áhættunni þurfum við að komast í samstarf við bændur í öllum landshlutum, því það koma yfirleitt alltaf slæm ár á einhverjum stað á landinu.

Varan sem kemur út úr öllu ferlinu er mjög verðmæt sem gerir það að verkum að við getum greitt betur fyrir kornið til að tryggja okkur það að bændur hafi áhuga á samstarfinu.

Fyrir bændur þýðir þetta að það verður hægt að ganga að stöðugum markaðsaðstæðum, því þarna er kominn þessi kaupandi á markaði sem þarf mikið magn, borgar vel fyrir og hleypur ekki beint í innflutta byggið þegar það er hagstætt í verði,“ segir Haraldur.

Hann segir að unnið sé að því að fá heitið „Íslenskt viskí“ sem verndað afurðaheiti.

Það myndi skapa þeirra framleiðslu þá sérstöðu sem Eimverk þurfi, svo ekki þurfi að standa í samkeppni við vörur sem lítið eða ekkert sé íslenskt við.

Sjá nánar á bls. 32 - 33. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Eimverk

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...