Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb og Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Dill skrifa undir hundraðasta samninginn.
Mynd / Geirix
Fréttir 6. október 2017

Hundraðasti veitingastaðurinn í samstarf við Icelandic lamb

Icelandic lamb hefur gert samstarfssamninga við hundrað veitingastaði sem setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Hundraðasti veitingastaðurinn er Dill við Hverfisgötu, sem er eini íslenski veitingastaðurinn með Michelin-stjörnu. Með því er hann kominn í flokk bestu veitingastaða í heimi. 
 
Samstarfið við veitingastaðina hófst í fyrra og er hluti af þeirri viðleitni Icelandic lamb að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi og segja þeim frá íslensku lambakjöti. Sala á lambakjöti jókst að jafnaði um fjórðung hjá þeim þrjátíu veitingastöðum sem voru með í samstarfinu í fyrra. 
 
Að auki hefur samfélags­miðlaherferð náð til milljóna og unnið er að vöruhönnun og sérstökum vörulínum og umbúðum fyrir erlenda ferðamenn. Sala á íslensku lambakjöti innanlands jókst um rúm 5% í fyrra eftir samdrátt árin þar á undan. Sala það sem af er ári hefur einnig verið góð. 

Skylt efni: icelandic lamb

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.