Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hundrað milljón ára gömul fræ
Fréttir 18. janúar 2016

Hundrað milljón ára gömul fræ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.

Um er að ræða 250 fræ 75 mismunandi tegunda blómplantna. Mörg fræjanna eru sögð vera einstaklega vel varðveitt og að hægt sé að skoða frumubyggingu og einstaka frumuhluta þeirra undir smásjá. Form plantnanna á tímum risaeðlnanna var að flestu leyti ólík þeim plöntum sem við þekkjum í dag. Bygging þeirra var einfaldari og blómstur minna. Fræin voru einnig minni og það tók lengri tíma fyrir þau að spíra en fræ blómplantna í dag.

Talsmaður danskra og sænskra grasafræðinga, sem rannsakað hafa fræin, segir að óvanalegt sé að finna svona vel varðveitt fornsöguleg fræ og að fundur þeirra eigi eftir að veita mikla innsýn í líffræði og þróun fyrstu blómplantnanna í heiminum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...