Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hundrað milljón ára gömul fræ
Fréttir 18. janúar 2016

Hundrað milljón ára gömul fræ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.

Um er að ræða 250 fræ 75 mismunandi tegunda blómplantna. Mörg fræjanna eru sögð vera einstaklega vel varðveitt og að hægt sé að skoða frumubyggingu og einstaka frumuhluta þeirra undir smásjá. Form plantnanna á tímum risaeðlnanna var að flestu leyti ólík þeim plöntum sem við þekkjum í dag. Bygging þeirra var einfaldari og blómstur minna. Fræin voru einnig minni og það tók lengri tíma fyrir þau að spíra en fræ blómplantna í dag.

Talsmaður danskra og sænskra grasafræðinga, sem rannsakað hafa fræin, segir að óvanalegt sé að finna svona vel varðveitt fornsöguleg fræ og að fundur þeirra eigi eftir að veita mikla innsýn í líffræði og þróun fyrstu blómplantnanna í heiminum.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...