Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hundrað milljón ára gömul fræ
Fréttir 18. janúar 2016

Hundrað milljón ára gömul fræ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.

Um er að ræða 250 fræ 75 mismunandi tegunda blómplantna. Mörg fræjanna eru sögð vera einstaklega vel varðveitt og að hægt sé að skoða frumubyggingu og einstaka frumuhluta þeirra undir smásjá. Form plantnanna á tímum risaeðlnanna var að flestu leyti ólík þeim plöntum sem við þekkjum í dag. Bygging þeirra var einfaldari og blómstur minna. Fræin voru einnig minni og það tók lengri tíma fyrir þau að spíra en fræ blómplantna í dag.

Talsmaður danskra og sænskra grasafræðinga, sem rannsakað hafa fræin, segir að óvanalegt sé að finna svona vel varðveitt fornsöguleg fræ og að fundur þeirra eigi eftir að veita mikla innsýn í líffræði og þróun fyrstu blómplantnanna í heiminum.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...