Gróður í Norðurþingi
Ég dvaldi tvær vikur í Norðurþingi um mánaðamótin júlí-ágúst og varð margs vísari. Hef stöku sinnum ekið þarna í gegn en aldrei stoppað sem nú. Gróðurfarið vakti athygli mína. Meiri gróður en ég átti von á – margvíslegur gróður.
Ég dvaldi tvær vikur í Norðurþingi um mánaðamótin júlí-ágúst og varð margs vísari. Hef stöku sinnum ekið þarna í gegn en aldrei stoppað sem nú. Gróðurfarið vakti athygli mína. Meiri gróður en ég átti von á – margvíslegur gróður.
Steingerð fræ sem talin eru vera 110 til 125 milljón ára gömul og þau elstu sem vitað er um af blómplöntum fundust fyrir skömmu í setlögum í ám og vötnum í Portúgal og Bandaríkjunum.
Kúba er eyja í Karíbahafi þar sem meðalhitinn er 21° gráða á Celsíus og þar vaxa rúmlega 9.000 tegundir af plöntum. Nánast er hægt að rækta hvað sem er á Kúbu sem sést á því að ef fræ lendir í mold spírar það og víða má sjá heilu trén vaxa í sprungum utan á húsum í gamla miðbænum.
Bændablaðið er víðlesnasta blað landsins um þessar mundir. Upplag þess dreifist nokkuð jafnt til heimila landsins, hvort sem þau eru til sveita eða í þéttbýli. Því er upplagt að taka fyrir dálítið vanræktan kafla í íslenskri garðamenningu. Það eru fjölbýlishúsalóðirnar.