Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þótt langmestur fjöldi sé á suðvesturhorninu.

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, telur fjölda ræktenda hafa verið svipaðan undanfarin ár en sjálfur byrjaði hann býflugnarækt árið 1998 á Íslandi.

„Ég kom heim frá Svíþjóð árið 1998 með býflugur og hélt hérlendis býræktarnámskeið ári seinna. Það var svo um 2011 að ræktun býflugna hérlendis tók verulegan kipp og hef ég kennt um 220 manns býflugnarækt.“

Egill segir að helsta ástæða þess að býflugnarækt á Íslandi sé ekki viðameiri sé vöntun á býflugum. Íslenskt veðurfar spili líka stórt hlutverk þar sem mikilvægt er fyrir býflugnabúin að þau hafi gott skjól og þurfi að standa af sér íslenskar lægðir og umhleypinga.

„Það er vöntun á býflugum og því geta ræktendur ekki verið með fleiri bú. Við flytjum inn býflugur frá Álandseyjum og það hefur oftast gengið vel. Í ár urðum við þó fyrir því óhappi að hluti þeirra drapst í flutningum, líklega vegna ofhitnunar í búunum við flutningana eða ónægrar loftræstingar. Hingað til lands komu þó 123 lifandi býflugnaafleggjarar og við eigum von á svipuðu magni á næsta ári.“

Aðaluppskerutími býræktenda fer fram um miðjan ágúst, stundum fyrr hjá stórum búum. „Nú er aðaluppskerutíminn búinn og mér skilst að uppskera sé mjög góð, þökk sé hlýjum júlí og ágúst.

Uppskeran er mest í lok sumars því býflugurnar eru fjölmennastar í lok sumars – því fleiri þernur sem sækja blómasafa því meiri verður uppskeran.

Nú ætti að vera búið að taka sem mesta hunangið úr búunum og þeim er gefið sykurvatn í staðinn sem fóður fyrir veturinn.“

Egill telur að uppskera hunangs úr sínum búum, sem eru 12 talsins, sé um 50 kíló samtals.

Skylt efni: býflugur | hunang

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...