Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þótt langmestur fjöldi sé á suðvesturhorninu.

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, telur fjölda ræktenda hafa verið svipaðan undanfarin ár en sjálfur byrjaði hann býflugnarækt árið 1998 á Íslandi.

„Ég kom heim frá Svíþjóð árið 1998 með býflugur og hélt hérlendis býræktarnámskeið ári seinna. Það var svo um 2011 að ræktun býflugna hérlendis tók verulegan kipp og hef ég kennt um 220 manns býflugnarækt.“

Egill segir að helsta ástæða þess að býflugnarækt á Íslandi sé ekki viðameiri sé vöntun á býflugum. Íslenskt veðurfar spili líka stórt hlutverk þar sem mikilvægt er fyrir býflugnabúin að þau hafi gott skjól og þurfi að standa af sér íslenskar lægðir og umhleypinga.

„Það er vöntun á býflugum og því geta ræktendur ekki verið með fleiri bú. Við flytjum inn býflugur frá Álandseyjum og það hefur oftast gengið vel. Í ár urðum við þó fyrir því óhappi að hluti þeirra drapst í flutningum, líklega vegna ofhitnunar í búunum við flutningana eða ónægrar loftræstingar. Hingað til lands komu þó 123 lifandi býflugnaafleggjarar og við eigum von á svipuðu magni á næsta ári.“

Aðaluppskerutími býræktenda fer fram um miðjan ágúst, stundum fyrr hjá stórum búum. „Nú er aðaluppskerutíminn búinn og mér skilst að uppskera sé mjög góð, þökk sé hlýjum júlí og ágúst.

Uppskeran er mest í lok sumars því býflugurnar eru fjölmennastar í lok sumars – því fleiri þernur sem sækja blómasafa því meiri verður uppskeran.

Nú ætti að vera búið að taka sem mesta hunangið úr búunum og þeim er gefið sykurvatn í staðinn sem fóður fyrir veturinn.“

Egill telur að uppskera hunangs úr sínum búum, sem eru 12 talsins, sé um 50 kíló samtals.

Skylt efni: býflugur | hunang

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...