Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun
Fréttir 3. desember 2014

Húðdropar frá Sif Cosmetics fá snyrtivöruverðlaun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensku EGF Húðdroparnir TM frá Sif Cosmetics hlutu nýverið virt snyrtivöruverðlaun í flokki lúxus-snyrtivara.

Sif Cosmetics er dótturfyrirtæki ORF Líftækni sem hóf árið 2006 framleiðslu á svokölluðum vaxtarþáttum, sérvirkum próteinum, sem fyrirtækið ræktar í byggplöntum í hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Vaxtarþættirnir eru seldir til háskólasjúkrahúsa, lyfjafyrirtækja og rannsóknarstofa og notaðir í stofnfrumurannsóknir og frumuræktun. Þeir fara einnig í snyrtivörur Sif Cosmetics sem stofnað var árið 2009.

Verðlaunin eru veitt af Twój Styl sem er eitt vinsælasta glanstímarit Póllands og voru afhent á glæsilegum gala-kvöldverði á Hilton-hóteli í Varsjá fyrir skömmu.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake.

Húðvörurnar frá Sif Cosmetics eru seldar undir vörumerkinu BIOEFFECT á erlendum markaði. BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru nú seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í  25 löndum.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...