Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrossakjötsskandall á Spáni
Fréttir 30. janúar 2020

Hrossakjötsskandall á Spáni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Europol og lögregla á Spáni hafa handtekið 15 manns vegna skjalafölsunar og sölu á hrossakjöti sem er óhæft til neyslu. Málið nær aftur til ársins 2015 og hundruðum hrossa slátrað og sett á markað til manneldis.

Samkvæmt heimildum Global Meat hófst rannsókn málsins í kjölfar þess að spænskur kjöteftirlitsmaður fann sendingu með hrossakjöti sem var óhæft til neyslu. Kjötið sem er til umræðu kom allt af 300 hrossum sem hafði verið slátrað í sama héraði. Við nánari athugun á heilbrigðisvottorðum á yfir tíu þúsund hrossum, sem slátrað hafði verið á sama stað, kom í ljós að 185 vegabréf fyrir hesta voru fölsuð og að yfir eitt hundrað hrossum til viðbótar hafði verið slátrað og sett á markað sem hrossakjöt til manneldis.

Til þessa hafa Europol og spænska lögreglan handtekið 15 manns vegna málsins og tekið fjölda annarra til yfirheyrslu. Málið er sagt svipað hrossakjötssvindli sem kom upp í Evrópu fyrir um sjö árum þar sem hrossakjöt, sem var í sumum tilfellum óhæft til neyslu, var selt á milli landa sem nautakjöt.

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...