Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nanna Jónsdóttir fer yfir skýrslu stjórnar og störf deildarinnar.
Nanna Jónsdóttir fer yfir skýrslu stjórnar og störf deildarinnar.
Mynd / hf
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt um framtíð WorldFengs, félagskerfið, sæðingar, forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins og aðskilnað kynbótadómara.

Nanna Jónsdóttir, formaður deildarinnar, kynnti greinargóða skýrslu stjórnar. Kom hún þar meðal annars inn á að endurskoða þurfti félagskerfið og brúa bilið á milli deildar hrossabænda, fagráðs og hrossaræktarsamtaka víðs vegar um land.

Uppfæra þarf upprunaættbókina

Málefni WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins, voru rædd en brýnt þykir að fara í vinnu við að uppfæra gagnagrunninn. Stjórn deildarinnar var falið að finna þriðja aðila til að rýna og vinna hugmyndir um hvernig WorldFengur geti litið út til framtíðar.

Átta tillögur voru teknar fyrir og innihéldu samþykktar tillögur meðal annars að halda þyrfti áfram að vinna við þróun á nýju innheimtukerfi félagsgjalda en ákvarða þarf þær forsendur sem eigi að liggja fyrir til að meta veltu félagsmanna í deildinni. Fagráði er ætlað að endurskoða reglur varðandi útreikninga á tilnefndum ræktunarbúum ársins. Mörgum hugmyndum var velt upp og óskaði Nanna eftir því að fá sendar hugmyndir frá fulltrúum að fundi loknum. Samþykkt var tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar ítreki nauðsyn þess að hrossabændur fái verulega aukna aðkomu að búvörusamningum. Ein tillaga fékk þó nokkra umræðu en sú fjallaði um aðskilnað kynbótadómara. Var hún felld með tveggja atkvæða mun. 

Vinnureglur við sæðingar

Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa, hélt áhugavert erindi um sæðingar á hryssum. Mikil aukning hefur verið á notkun sæðinga í hrossrækt og því velt upp að skoða þyrfti vinnureglur til framtíðar. Tiltölulega fáir hestar eignast mjög mörg afkvæmi og því var velt upp spurningunni hvort aukna árvekni þurfi gagnvart virkri stofnstærð. Einnig var rætt um útflutning á hrossasæði.

Kosnir voru tveir nýir fulltrúar í stjórn deildar hrossabænda. Guðný Helga Björnsdóttir bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu og var Ólafur Sigurgeirsson kosinn nýr inn í stjórn. Ný stjórn er því eftirfarandi; Nanna Jónsdóttir, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jón Vilmundarson, Ólafur Sigurgeirsson, Agnar Þór Magnússon og varamenn eru Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.