Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nanna Jónsdóttir fer yfir skýrslu stjórnar og störf deildarinnar.
Nanna Jónsdóttir fer yfir skýrslu stjórnar og störf deildarinnar.
Mynd / hf
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt um framtíð WorldFengs, félagskerfið, sæðingar, forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins og aðskilnað kynbótadómara.

Nanna Jónsdóttir, formaður deildarinnar, kynnti greinargóða skýrslu stjórnar. Kom hún þar meðal annars inn á að endurskoða þurfti félagskerfið og brúa bilið á milli deildar hrossabænda, fagráðs og hrossaræktarsamtaka víðs vegar um land.

Uppfæra þarf upprunaættbókina

Málefni WorldFengs, upprunaættbók íslenska hestsins, voru rædd en brýnt þykir að fara í vinnu við að uppfæra gagnagrunninn. Stjórn deildarinnar var falið að finna þriðja aðila til að rýna og vinna hugmyndir um hvernig WorldFengur geti litið út til framtíðar.

Átta tillögur voru teknar fyrir og innihéldu samþykktar tillögur meðal annars að halda þyrfti áfram að vinna við þróun á nýju innheimtukerfi félagsgjalda en ákvarða þarf þær forsendur sem eigi að liggja fyrir til að meta veltu félagsmanna í deildinni. Fagráði er ætlað að endurskoða reglur varðandi útreikninga á tilnefndum ræktunarbúum ársins. Mörgum hugmyndum var velt upp og óskaði Nanna eftir því að fá sendar hugmyndir frá fulltrúum að fundi loknum. Samþykkt var tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar ítreki nauðsyn þess að hrossabændur fái verulega aukna aðkomu að búvörusamningum. Ein tillaga fékk þó nokkra umræðu en sú fjallaði um aðskilnað kynbótadómara. Var hún felld með tveggja atkvæða mun. 

Vinnureglur við sæðingar

Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa, hélt áhugavert erindi um sæðingar á hryssum. Mikil aukning hefur verið á notkun sæðinga í hrossrækt og því velt upp að skoða þyrfti vinnureglur til framtíðar. Tiltölulega fáir hestar eignast mjög mörg afkvæmi og því var velt upp spurningunni hvort aukna árvekni þurfi gagnvart virkri stofnstærð. Einnig var rætt um útflutning á hrossasæði.

Kosnir voru tveir nýir fulltrúar í stjórn deildar hrossabænda. Guðný Helga Björnsdóttir bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu og var Ólafur Sigurgeirsson kosinn nýr inn í stjórn. Ný stjórn er því eftirfarandi; Nanna Jónsdóttir, formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Jón Vilmundarson, Ólafur Sigurgeirsson, Agnar Þór Magnússon og varamenn eru Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.