Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Með hendur sínar og þrautseigju að vopni var plastið dregið um langan veg.
Með hendur sínar og þrautseigju að vopni var plastið dregið um langan veg.
Mynd / Fjallabyggð / Ragnar Ragnarsson Lísa Dombrowe og Guðný Róbertsdóttir
Fréttir 7. janúar 2021

Hreinsuðu upp gríðarlegt magn af plasti úr Héðinsfirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Siglfirðingarnir Ragnar Ragnarsson og Lísa Dombrowe hafa á liðnu hausti og fram á vetur staðið í ströngu og lagt á sig óheyrilega mikið verk við að hreinsa hvers kyns plastrusl í Héðinsfirði. Um er að ræða plastúrgang af margs konar tagi, frá uppþvottabrúsum til heilu og hálfu veiðarfæranna, fiskikassa og kör, kaðla, bíldekk og trollkúlur svo fátt eitt sé nefnt. 

Plastið hefur borist utan af hafi undanfarna áratugi og virðist að mestu leyti vera tengt sjávarútvegi.

Það var enginn skortur á plastruslinu í Héðinsfirði.  Myndir /  Fjallabyggð / Ragnar Ragnarsson Lísa Dombrowe og Guðný Róbertsdóttir

Þrjár ferðir með 40 rúmmetra sorpgáma

„Þau Ragnar og Lísa unnu við þetta í margar vikur, virka daga sem helgar, og söfnuðu plastinu saman á stað þar sem hægt var flytja það á báti eftir Héðinsfjarðarvatni. Þetta mikla plastmagn hafa þau þurft að bera og draga allt að eins og hálfs kílómetra leið,  eða að meðaltali nær hálfan kílómetra hverja einingu (10-50 kg),“ segir í frásögn á heimasíðu Fjallabyggðar. 

Hreinsunin hefur verið unnin í samráði við landeigendur. Þá er þess getið að þau hafi notið liðsinnis vina sinna, Guðnýjar Róbertsdóttur og Örlygs Kristinssonar, og ekki síst Gests Matthíassonar, sem flutti bát sinn nokkrum sinnum frá Dalvík til að ferja allt söfnunarplastið eftir vatninu, alls 17 ferðir. Þá tók við vörubíll sem sveitarfélagið Fjallabyggð sendi á vettvang,  alls 3 ferðir með á að giska 40 rúmmetra í sorpgáma á Siglufirði.

Gestur Matthíasson við stýrið á bát sínum. Hann kom með bát sinn frá Dalvík, alls 17 ferðir, til að flytja plastúrganginn.

Fullhreinsað næsta sumar

Raggi og Lísa eru mikið útivistarfólk og láta varla nokkurn dag líða hjá án þess að fara til fjalla eða í lengri gönguferðir, t.d. um Héðinsfjörð. Á slíkum ferðum á undanförnum árum og misserum hafa þau jafnan safnað plastrusli í poka og tekið með sér til förgunar á „réttum stað“. Þannig hefur hin mikla hreinsun Héðinsfjarðar í haust og vetur átt sér alllangan aðdraganda.

Stefnt er að því að fullhreinsa fjörukambana og umhverfi þeirra næsta sumar og þyrfti þá liðsauka í allt smáplastið sem liggur úti um allar trissur.

Plastruslinu mokað á bíl sem flutti það í förgun.

Með hendur sínar og þrautseigju að vopni

Verk þeirra Ragga og Lísu má meta sem mikið elju- og afreksverk, segir á vefsíðu Fjallabyggðar. 

„Óbeðin hafa þau tekið að sér viðfangsefni sem flestir hafa talið nær óvinnandi – með hendur sínar og þrautseigju að vopni. Samfélagið í Fjallabyggð og raunar allir landsmenn standa í mikilli þakkarskuld við þetta góða og fórnfúsa fólk,“ segir enn fremur og að framtak þeirra og aðstoðarfólksins í þágu samfélags og náttúrunnar verði seint fullþakkað.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...