Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Mynd / MHH
Fréttir 28. júlí 2016

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum. Því verki er nú lokið og er hótelið þar með stærsta hótelið á landsbyggðinni með 139 herbergi, þar af eru 40 ný herbergi. Öll nýju herbergin eru vel útbúin og fallega innréttuð svo að gestum líði sem best. Á hótelinu eru 10 herbergi hönnuð sérstaklega fyrir fólk í hjólastól. Þá er mikið lagt upp úr umhverfissjónarmiðum á hótelinu þar sem allt sem fellur til er flokkað og vörur eru fluttar stuttar vegalengdir. 
 
Upplifun númer 1, 2 og 3
 
„Okkar aðaláhersla er að uppfylla þarfir gesta okkar með huggulegum aðbúnaði í einstakri náttúru. Upplifunin er það sem gestir okkar eru að leitast eftir og leggjum við okkur fram við að uppfylla þær óskir. Með nýju herbergjunum var allt lagt upp úr þægindum og passað að þau væru sem huggulegust innréttuð. Á veggjunum eru myndir teknar af Ragnari Axelssyni, Rax, þar sem hin stórbrotna náttúra Suðurlands nýtur sín,“ segir Nína M. Pálmadóttir markaðsstjóri. Alls 110 starfsmenn vinna á hótelinu sem er fullbókað meira og minna í allt sumar og langt fram á haustið.
Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...