Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Mynd / MHH
Fréttir 28. júlí 2016

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum. Því verki er nú lokið og er hótelið þar með stærsta hótelið á landsbyggðinni með 139 herbergi, þar af eru 40 ný herbergi. Öll nýju herbergin eru vel útbúin og fallega innréttuð svo að gestum líði sem best. Á hótelinu eru 10 herbergi hönnuð sérstaklega fyrir fólk í hjólastól. Þá er mikið lagt upp úr umhverfissjónarmiðum á hótelinu þar sem allt sem fellur til er flokkað og vörur eru fluttar stuttar vegalengdir. 
 
Upplifun númer 1, 2 og 3
 
„Okkar aðaláhersla er að uppfylla þarfir gesta okkar með huggulegum aðbúnaði í einstakri náttúru. Upplifunin er það sem gestir okkar eru að leitast eftir og leggjum við okkur fram við að uppfylla þær óskir. Með nýju herbergjunum var allt lagt upp úr þægindum og passað að þau væru sem huggulegust innréttuð. Á veggjunum eru myndir teknar af Ragnari Axelssyni, Rax, þar sem hin stórbrotna náttúra Suðurlands nýtur sín,“ segir Nína M. Pálmadóttir markaðsstjóri. Alls 110 starfsmenn vinna á hótelinu sem er fullbókað meira og minna í allt sumar og langt fram á haustið.
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...