Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands
Fréttir 4. mars 2015

Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti. 

Í ályktun þingsins um þetta mál segir m.a. að Bændasamtök Íslands eigi áfram og reki einkahlutafélagið Hótel Sögu ehf., a.m.k. í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina við Hagatorg og hótelreksturinn sem slíkan.

Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Var máli ítarlega rætt á lokuðum fundum í dag og í kvöld og varð það að lokum niðurstaða meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa í atkvæðagreiðslu, að veita ekki heimild til sölu.

Eins og kunnugt er var fyrirtækjaráðgjöf MP banka fengin til þess í nóvember á síðasta ári að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbindandi tilboð, en ekkert þeirra tilboða þótti ásættanlegt að mati stjórnar BÍ og var þeim öllum hafnað í lok janúar.   

Stjórn Bændasamtakanna hefur á þessu Búnaðarþingi lagt fram rekstraráætlun félagsins til og með árinu 2020 og kynnt ítarlega. Stjórn Bændasamtaka Íslands lagði jafnframt fram erindi á Búnaðarþingi þar sem hún beindi því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hóteli Sögu ehf.

Eftir umræður í fjárhagsnefnd og í þinginu ályktaði Búnaðarþing 2015 um að Bændasamtök Íslands skuli ávaxta þessa eign með þeim hætti sem áður greinir í þessari ályktun. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.