Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands
Fréttir 4. mars 2015

Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti. 

Í ályktun þingsins um þetta mál segir m.a. að Bændasamtök Íslands eigi áfram og reki einkahlutafélagið Hótel Sögu ehf., a.m.k. í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina við Hagatorg og hótelreksturinn sem slíkan.

Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Var máli ítarlega rætt á lokuðum fundum í dag og í kvöld og varð það að lokum niðurstaða meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa í atkvæðagreiðslu, að veita ekki heimild til sölu.

Eins og kunnugt er var fyrirtækjaráðgjöf MP banka fengin til þess í nóvember á síðasta ári að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbindandi tilboð, en ekkert þeirra tilboða þótti ásættanlegt að mati stjórnar BÍ og var þeim öllum hafnað í lok janúar.   

Stjórn Bændasamtakanna hefur á þessu Búnaðarþingi lagt fram rekstraráætlun félagsins til og með árinu 2020 og kynnt ítarlega. Stjórn Bændasamtaka Íslands lagði jafnframt fram erindi á Búnaðarþingi þar sem hún beindi því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hóteli Sögu ehf.

Eftir umræður í fjárhagsnefnd og í þinginu ályktaði Búnaðarþing 2015 um að Bændasamtök Íslands skuli ávaxta þessa eign með þeim hætti sem áður greinir í þessari ályktun. 

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...