Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands
Fréttir 4. mars 2015

Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti. 

Í ályktun þingsins um þetta mál segir m.a. að Bændasamtök Íslands eigi áfram og reki einkahlutafélagið Hótel Sögu ehf., a.m.k. í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina við Hagatorg og hótelreksturinn sem slíkan.

Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Var máli ítarlega rætt á lokuðum fundum í dag og í kvöld og varð það að lokum niðurstaða meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa í atkvæðagreiðslu, að veita ekki heimild til sölu.

Eins og kunnugt er var fyrirtækjaráðgjöf MP banka fengin til þess í nóvember á síðasta ári að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbindandi tilboð, en ekkert þeirra tilboða þótti ásættanlegt að mati stjórnar BÍ og var þeim öllum hafnað í lok janúar.   

Stjórn Bændasamtakanna hefur á þessu Búnaðarþingi lagt fram rekstraráætlun félagsins til og með árinu 2020 og kynnt ítarlega. Stjórn Bændasamtaka Íslands lagði jafnframt fram erindi á Búnaðarþingi þar sem hún beindi því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hóteli Sögu ehf.

Eftir umræður í fjárhagsnefnd og í þinginu ályktaði Búnaðarþing 2015 um að Bændasamtök Íslands skuli ávaxta þessa eign með þeim hætti sem áður greinir í þessari ályktun. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...