Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Mynd / MHH
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum.

„Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti.

Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt.

En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.