Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Mynd / MHH
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum.

„Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti.

Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt.

En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét.

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...