HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022
Fréttir 11. maí 2022

HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun, HMS, viður­kenn­inguna Byggða­gleraugun 2022 fyrir árangursríka upp­byggingu starfsstöðvar stofnunar­innar á Sauðárkróki.

Byggðagleraugun er viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS. Mynd / SSNV

Starfsstöðin hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um árang­ursríkan flutn­ing verkefna á landsbyggðina. Starfs­stöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfs­mönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið, segir á vef samtakanna.

„Stjórn HMS hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að ekki bara viðhalda starfsemi á Norðvesturlandi heldur að efla hana og styrkja. Frá því HMS var stofnað hefur stöðugildum á Sauðárkróki fjölgað um meira en þriðjung og í dag eru tæplega 30 starfsmenn sem tilheyra starfsstöðinni.

Það felast mikil tækifæri í að reka opinbera þjónustu á landsbyggðinni, starfsumhverfið er frábært og lífsgæði starfsmanna eins og best verður á kosið,“ segir Hermann Jónasson, for­stjóri HMS.

Ingibjörg Huld Þórðar­dóttir segir á vef samtakanna að eitt helsta baráttumál íbúa á Norðurlandi vestra hafi verið fjölgun starfa í landshlutanum, störf séu það sem skiptir mestu þegar kemur að því að fjölga íbúum og efla samfélögin. „Fjölgun opinberra starfa er einn liður í því. Það er afar ánægjulegt að finna skilning stjórnenda HMS á því hvaða tækifæri felast í því fyrir stofnanir að efla sínar starfsstöðvar á landsbyggðinni og það er þess vegna sem ákveðið var að veita HMS viðurkenninguna að þessu sinni,“ segir hún.

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...