Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022
Fréttir 11. maí 2022

HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun, HMS, viður­kenn­inguna Byggða­gleraugun 2022 fyrir árangursríka upp­byggingu starfsstöðvar stofnunar­innar á Sauðárkróki.

Byggðagleraugun er viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS. Mynd / SSNV

Starfsstöðin hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um árang­ursríkan flutn­ing verkefna á landsbyggðina. Starfs­stöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfs­mönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið, segir á vef samtakanna.

„Stjórn HMS hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að ekki bara viðhalda starfsemi á Norðvesturlandi heldur að efla hana og styrkja. Frá því HMS var stofnað hefur stöðugildum á Sauðárkróki fjölgað um meira en þriðjung og í dag eru tæplega 30 starfsmenn sem tilheyra starfsstöðinni.

Það felast mikil tækifæri í að reka opinbera þjónustu á landsbyggðinni, starfsumhverfið er frábært og lífsgæði starfsmanna eins og best verður á kosið,“ segir Hermann Jónasson, for­stjóri HMS.

Ingibjörg Huld Þórðar­dóttir segir á vef samtakanna að eitt helsta baráttumál íbúa á Norðurlandi vestra hafi verið fjölgun starfa í landshlutanum, störf séu það sem skiptir mestu þegar kemur að því að fjölga íbúum og efla samfélögin. „Fjölgun opinberra starfa er einn liður í því. Það er afar ánægjulegt að finna skilning stjórnenda HMS á því hvaða tækifæri felast í því fyrir stofnanir að efla sínar starfsstöðvar á landsbyggðinni og það er þess vegna sem ákveðið var að veita HMS viðurkenninguna að þessu sinni,“ segir hún.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...