Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birnir Hrafn og Pálmar Flóki Sigbjörnssynir hæstánægðir með tilveruna enda búið að vera einstaklega sólríkt á Egilsstöðum í sumar.
Birnir Hrafn og Pálmar Flóki Sigbjörnssynir hæstánægðir með tilveruna enda búið að vera einstaklega sólríkt á Egilsstöðum í sumar.
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið heyskap erfitt fyrir, háin hefur sprottið vel en erfitt að finna heppilegt veður til að slá. Almennt eru bændur búnir með slátt þetta sumarið, en hann hófst seinna en vant er þar sem vorið var sérlega kalt og spretta lítil framan af. Hlýindi á norðan- og austanverðu landinu settu svip sinn á heyskapinn, en sums staðar brunnu tún vegna hita og þurrka.

Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðar­sambands Suðurlands, segir vorið hafa verið óvenju kalt og spretta allt að hálfum mánuði seinni en í meðalári, en bændur hafi þó náð inn gæðaheyjum eftir sumarið. Blaðvöxtur í grösunum var óvenju mikill en magnið í tæpu meðallagi

„Eftir að hlýnaði tók spretta vel við sér og flestir bændur orðnir vel heyjaðir. En síðasta misserið hefur verið vætusamt og margir að bíða eftir þurrki til að slá há sem er að spretta úr sér og þreskja kornið,“ segir Sveinn. „Þegar suðvestlægar áttir ríkja er veður fyrir austan Mýrdalssand bæði hlýrra og sólríkara og bændur þar um slóðir muna vart annað eins sumar eftir að hlýnaði upp úr 20. júní.

Unnsteinn Snorri Snorrason og Herdís Magna Gunn­ars­dóttir.
Vætutíð seinnipart sumars

Unnsteinn Snorri Snorrason, verk­efnastjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands og bóndi á Syðstu-Fossum, segir heyskap hafa gengið misjafnlega á vestanverðu landinu. Áberandi sé hve seinnipartur sumars hafi reynst ódrjúgur með vætutíð sem geri að verkum að erfitt sé að ná inn hánni, sem annars er mikil og falleg. Víða í fjórðungnum hafa bændur náð inn góðum heyfeng og eigi það bæði við um magn og gæði. Fáeinir eru enn að bíða færis á að ná inn hánni og gildi það m.a. um bændur á Barðaströnd, en þar hefur veðurfar verið fremur óhagstætt til heyskapar í sumar. 

Kúabændur fyrir austan hafa almennt náð góðum heyjum

Herdís Magna Gunn­ars­dóttir, formaður deildar kúabænda hjá Bændasamtökum Íslands og bóndi á Egilsstöðum, segir að heyskapur hafi byrjað með seinna móti á Austurlandi enda vorið í kaldara lagi þar eins og annars staðar. Þegar leið á sumarið hófst hitabylgjan fræga með miklu sólskini og þurrk­um. Nokkur svæði inn til landsins, Breið­dalur, Fljótsdalur og Jökul­dalur sem dæmi fóru verr út úr þurrkunum en önnur svæði og þar var meira um bruna í túnum.

Herdís segir að kúabændur fyrir austan beri sig almennt vel og hafi náði inn miklu og góðu heyi eftir sumarið. Sumarið hafi verið einstaklega sólríkt og því megi búast við að heyið verði sykurríkt og gott fyrir kýrnar, segir hún.

Skylt efni: heyskapur | heyöflun | heygæði

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.