Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birnir Hrafn og Pálmar Flóki Sigbjörnssynir hæstánægðir með tilveruna enda búið að vera einstaklega sólríkt á Egilsstöðum í sumar.
Birnir Hrafn og Pálmar Flóki Sigbjörnssynir hæstánægðir með tilveruna enda búið að vera einstaklega sólríkt á Egilsstöðum í sumar.
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið heyskap erfitt fyrir, háin hefur sprottið vel en erfitt að finna heppilegt veður til að slá. Almennt eru bændur búnir með slátt þetta sumarið, en hann hófst seinna en vant er þar sem vorið var sérlega kalt og spretta lítil framan af. Hlýindi á norðan- og austanverðu landinu settu svip sinn á heyskapinn, en sums staðar brunnu tún vegna hita og þurrka.

Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðar­sambands Suðurlands, segir vorið hafa verið óvenju kalt og spretta allt að hálfum mánuði seinni en í meðalári, en bændur hafi þó náð inn gæðaheyjum eftir sumarið. Blaðvöxtur í grösunum var óvenju mikill en magnið í tæpu meðallagi

„Eftir að hlýnaði tók spretta vel við sér og flestir bændur orðnir vel heyjaðir. En síðasta misserið hefur verið vætusamt og margir að bíða eftir þurrki til að slá há sem er að spretta úr sér og þreskja kornið,“ segir Sveinn. „Þegar suðvestlægar áttir ríkja er veður fyrir austan Mýrdalssand bæði hlýrra og sólríkara og bændur þar um slóðir muna vart annað eins sumar eftir að hlýnaði upp úr 20. júní.

Unnsteinn Snorri Snorrason og Herdís Magna Gunn­ars­dóttir.
Vætutíð seinnipart sumars

Unnsteinn Snorri Snorrason, verk­efnastjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands og bóndi á Syðstu-Fossum, segir heyskap hafa gengið misjafnlega á vestanverðu landinu. Áberandi sé hve seinnipartur sumars hafi reynst ódrjúgur með vætutíð sem geri að verkum að erfitt sé að ná inn hánni, sem annars er mikil og falleg. Víða í fjórðungnum hafa bændur náð inn góðum heyfeng og eigi það bæði við um magn og gæði. Fáeinir eru enn að bíða færis á að ná inn hánni og gildi það m.a. um bændur á Barðaströnd, en þar hefur veðurfar verið fremur óhagstætt til heyskapar í sumar. 

Kúabændur fyrir austan hafa almennt náð góðum heyjum

Herdís Magna Gunn­ars­dóttir, formaður deildar kúabænda hjá Bændasamtökum Íslands og bóndi á Egilsstöðum, segir að heyskapur hafi byrjað með seinna móti á Austurlandi enda vorið í kaldara lagi þar eins og annars staðar. Þegar leið á sumarið hófst hitabylgjan fræga með miklu sólskini og þurrk­um. Nokkur svæði inn til landsins, Breið­dalur, Fljótsdalur og Jökul­dalur sem dæmi fóru verr út úr þurrkunum en önnur svæði og þar var meira um bruna í túnum.

Herdís segir að kúabændur fyrir austan beri sig almennt vel og hafi náði inn miklu og góðu heyi eftir sumarið. Sumarið hafi verið einstaklega sólríkt og því megi búast við að heyið verði sykurríkt og gott fyrir kýrnar, segir hún.

Skylt efni: heyskapur | heyöflun | heygæði

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.