Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hert á ferlunum
Mynd / sá
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í landinu. Átaksverkefni í smávirkjunum gætu skilað verulegri orku. Hitaveita er víða í vanda.

Starfshópur skilaði nýverið skýrslu um rammaáætlun til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í skýrslunni eru lagðar til ýmsar breytingar á lögum og reglum um rammaáætlun (lögum 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun), sem miða að því að einfalda kerfið og auka skilvirkni. Leggur starfshópurinn m.a. til að farið verði í tímabundið átak í greiningu og forgangsröðun á landsvæðum með tilliti til verndar fyrir raforkuframleiðslu. Sömuleiðis voru unnin drög frumvarps og reglugerðar á sama grundvelli. Eru þau nú í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar til 1. febrúar 2025 og bíða svo ákvörðunar nýs þings og nýrrar ríkisstjórnar.

Samkeppnishæfni svæða

Meðal þess sem finna má í skýrslunni eru tillögur um einföldun á regluverki, styttri málsmeðferðartíma og minni áhrif sveitarfélaga á virkjunarframkvæmdir til að flýta fyrir uppbyggingu orkumannvirkja. Frestur sveitarstjórna til ákvörðunar um landnotkun verði styttur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfsstjórnar, sagði við kynningu á skýrslunni að þótt ýmis verkefni væru komin af stað væri tíminn naumur. Ekki gengi að sveitarfélög gætu haft virkjunarkosti sem búið væri að samþykkja á Alþingi til umfjöllunar í allt að fjórtán ár. Mjög vanti græna orku. „Það getur enginn lofað því að við lendum ekki í vanda í vetur og meiri líkur á því en ekki, af því að við höfum ekki hugað að framtíðinni,“ sagði hann enn fremur.

Guðlaugur Þór sagði einnig að líta yrði sérstaklega til ákveðinna svæða varðandi orkuöflun. „Það eru ákveðin svæði sem verður að líta til sérstaklega: Vestfirðir, Dalabyggð, Langanes og Vestmannaeyjar. Ef þau ætla að vera samkeppnishæf og byggja sig upp verða þau að hafa aðgang að grænni orku,“ sagði ráðherra.

Einfaldað, hraðað og stytt

Tillaga er um að almennt ferli rammaáætlunar taki ekki lengri tíma en tvö ár og skilvirkni hennar verði aukin, með fastákveðnum tímafrestum.

Þannig líði ekki meira en 24 mánuðir frá því að virkjunarhugmynd fer inn til Orkustofnunar þar til þingsályktunartillaga er komin inn til Alþingis. Rammaáætlun verði sömuleiðis samfelluverkefni en eigi sér ekki einungis stað á fjögurra ára fresti og samráðsferli verkefnastjórnar verði eitt í stað tveggja.

Þá er gert ráð fyrir að ráðherra verði heimilt á grundvelli skilyrða að veita undanþágu til matsskyldra rannsókna á virkjunarhugmyndum fyrir virkjunarkosti í biðflokki en kallað hefur verið eftir slíku úrræði til að unnt sé að þróa jarðhitakosti sem komnir eru í biðflokk.

Einnig að heimild og skylda verkefnisstjórnar rammaáætlunar til að afmarka verndarsvæði í áætluninni verði skýr og ótvíræð.

Möguleikar í smávirkjunum fjölmargir

Jafnframt var kynnt ný skýrsla um raforkumál. Þar er m.a. lagt til að endurmetin aðgerðaáætlun um orkuskipti verði samþætt innlendri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Í skýrslunni er yfirlit um sölu og notkun raforku sl. fjögur ár, þróun raforkuverðs, raforkuþörf og yfirlit yfir líklega þróun til lengri tíma.

Farið er yfir rannsóknir orkulinda og undirbúning þeirra fyrir raforkuvinnslu, styrkingu flutningskerfisins, gæði raforku m.t.t. afhendingaröryggis og möguleg áhrif áætlaðra framkvæmda á sviði raforkumála á atvinnulíf og byggð í landinu.

Fram kom hjá ráðherra að síðan átaksverkefni um smávirkjanir var sett í gang er Orkustofnun komin með um 2.500 möguleika á smávirkjunum inn á borð til sín, samtals um 700 MW, eða 20% meira en nemur allri raforkuframleiðslu á Íslandi. Þó sé margt þar ekki gerlegt. Ný Umhverfis- og orkustofnun muni halda utan um verkefnið. Vekja beri athygli fólks sem hafi möguleika á gerð smávirkjana og hjálpa því í gegnum kerfið.

Hitaveita í slæmum málum

Ráðherra minnti á vonda stöðu hitaveitu á Íslandi og að þjóðin hefði flotið sofandi að feigðarósi í þeim efnum. ISOR hafi loks vakið athygli á ástandinu og unnið úttekt sem leiddi í ljós að tveir þriðju af hitaveitum á Íslandi eigi í vanda.

Skylt efni: orkumál

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...