Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu
Fréttir 19. ágúst 2015

Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu

Nú standa fyrir dyrum breytingar á Hótel Sögu þar sem herbergjum verður fjölgað og skrifstofur hótels­ins færðar til innan hússins. Þá er fyrirhugað að efla viðhald og endurbætur á fasteigninni á komandi misserum og breyta rekstrar­fyrirkomulagi Hótel Sögu ehf. 
 
Starfsmönnum hússins voru á dög­unum kynntar fyrirætlanir um að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast sem fyrr allan hótel- og veitingarekstur í húsinu. Elías Blöndal Guðjóns­son, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bænda­hall­ar­inn­ar ehf. Skrifstofur hótelsins, sem nú eru í austurhluta norðurbygg­ing­ar Bænda­hallarinnar, verða færðar inn á skrifstofugang Bændasam­tak­anna. Lífeyrissjóði bænda og bú­greina­félögum stendur jafn­framt til boða annað skrifstofupláss í hús­inu. Í framhaldinu verður allri norður­byggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðar­þingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
 
Á næstu mánuðum og árum verð­­ur að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Að sögn eigenda hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel undanfarið og nýtingin aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu að sögn eigenda.

Skylt efni: Hótel Saga | Bændahöllin

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...