Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu
Fréttir 19. ágúst 2015

Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu

Nú standa fyrir dyrum breytingar á Hótel Sögu þar sem herbergjum verður fjölgað og skrifstofur hótels­ins færðar til innan hússins. Þá er fyrirhugað að efla viðhald og endurbætur á fasteigninni á komandi misserum og breyta rekstrar­fyrirkomulagi Hótel Sögu ehf. 
 
Starfsmönnum hússins voru á dög­unum kynntar fyrirætlanir um að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast sem fyrr allan hótel- og veitingarekstur í húsinu. Elías Blöndal Guðjóns­son, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bænda­hall­ar­inn­ar ehf. Skrifstofur hótelsins, sem nú eru í austurhluta norðurbygg­ing­ar Bænda­hallarinnar, verða færðar inn á skrifstofugang Bændasam­tak­anna. Lífeyrissjóði bænda og bú­greina­félögum stendur jafn­framt til boða annað skrifstofupláss í hús­inu. Í framhaldinu verður allri norður­byggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðar­þingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
 
Á næstu mánuðum og árum verð­­ur að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Að sögn eigenda hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel undanfarið og nýtingin aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu að sögn eigenda.

Skylt efni: Hótel Saga | Bændahöllin

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi