Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Nýju 500 jarðskjálftamælarnir á Hengilssvæðinu eru eins og teppi enda stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi.
Mynd / Orkuveitan
Fréttir 14. júlí 2021

Hengillinn „teppalagður“ með 500 jarðskjálftamælum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Settir hafa verið upp 500 jarð­skjálfta­mælar á Hengils­svæðinu en það er stærsta og þétt­asta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Mælarnir bætast við um 35 mæla Orku náttúrunnar, Veðurstofu Íslands og COSEISMIQ verkefnisins sem þegar voru á svæðinu. Til saman­burðar má nefna að 56 mælar fylgj­ast með jarðhræringum á Reykja­nesi, m.a. í tengslum við Geldinga­dalagosið. Til viðbótar við hefðbundna jarðskjálftamæla eru nú ljósleiðarar einnig nýttir til mælinga á jarð­hræringum í Henglinum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Uppsetning mælanna er hluti af DEEPEN verkefninu sem ætlað er að rannsaka rætur jarðhitakerfa og safna þekkingu sem nýta má þegar farið verður að bora dýpri holur við nýtingu jarðhita. Með djúpborun má komast hjá því að bora margar grynnri holur á stærra svæði. Verkefnið er styrkt af alþjóðlega sjóðnum Geothermica, í gegnum Rannís, en sjóðurinn er samstarfsverkefni nokkurra Evrópulanda, auk Bandaríkjanna, sem veitir reglulega styrki til jarðhitarannsókna á borð við DEEPEN.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...