Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heldri borgarar njóta góðs af hlunnindum
Mynd / Unsplash
Fréttir 6. september 2022

Heldri borgarar njóta góðs af hlunnindum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þeir eru ófáir ferðalangar sumarsins sem hafa rekið sig á afleiðingar manneklu flugvalla.

Þá í allmörgum tilvikum er snerta farangursflutning, en eftir faraldur Covid hafa helst til margir starfsmenn flugvallanna kosið að snúa ekki aftur í sín störf eftir fjöldauppsagnir þess tíma.

Vegna faraldurs Covid, hafa átt sér stað verulegar fjöldauppsagnir flugvallastarfsfólks síðan árið 2020 og því víða mikill skortur á vinnuafli.
Yfirmenn flugfélaga standa í burði farangurs

Ástandið er þannig víðs vegar um heiminn að ýmsir hafa þurft að stíga í hlutverk þess að ferma og afferma farangur, meira að segja stjórnarmeðlimir flugfélaga, eins og þeir hjá Qantas, einu helsta flugfélagi Ástrala.

Fréttir þess efnis bárust á vefsíður ljósvakans nýverið. Í fréttum The Guardian kemur fram sú staðreynd að einungis komist ein af hverjum tíu ferðatöskum á leiðarenda – á réttum tíma – hjá ferðalöngum Qantas þessa dagana. Vegna faraldursins, sem er enn í hápunkti þarlendis, hafa átt sér stað verulegar fjöldauppsagnir flugvallastarfsfólks síðan árið 2020 og því mikill skortur á vinnuafli.

BBC tekur undir slæma stöðu félagsins og greinir frá því að stjórn Qantas hafi lagt til að yfirmenn þess taki að sér ýmis störf næstu mánuði á borð við umsjón og hleðslu farangurs auk þjónustu flugvéla almennt.

Nýr vinkill á málið

New York Times fjallaði einnig um málið, en þó með nýjum vinkli. Þar tók fréttamaður viðtal við hjónin Mariu og Joey Boyd-Scott, konur á eftirlaunaaldri, sem sáu sér leik á borði þegar hörgull var á fólki til þess að hlaða og afferma farangur á alþjóðaflugvellinum í Ontario í San Bernardino-sýslu Kaliforníu nú í fyrravor.

Maria, sú yngri – þá sextug, gerðist þar starfsmaður á gólfi með það fyrir augum að vinna 15 klst. vikulega og öðlast í kjölfarið þau hlunnindi sem flugvallastarfmönnum United fyrirtækisins er boðið upp á.

Með þeim geta hún og eiginkona hennar ferðast ókeypis innan Bandaríkjanna á svokölluðu standby fari sem felur í sér að ef að laus sæti eru í flugvél, mega þeir sem hafa hug á, nýta sér þau að kostnaðarlausu. Svipað á við er kemur að ferðalögum utan Bandaríkjanna, en þá hljóta starfsmenn United verulegan afslátt á slíkum fargjöldum.

Í kjölfar þess að Maria festi sig í sessi sem flugvallarstarfsmaður tryggði eiginkona hennar, sem er nær sjötugu, sér hlutastarf sem móttökustúlka eins Hilton hótelanna, en starfsfríðindin þar fela í sér verulegan afslátt af hótelherbergjum keðjunnar sem eru tæplega sjö þúsund á heimsvísu.

Upplagt fyrir fólk yfir fimmtugt

Hjónin eru því vel sett þegar kemur að fríðindum er varða ferðalög og nýta sér þau til hins ýtrasta. Þau eru hluti af vaxandi hópi þarlendra eldri borgara sem ganga í stöður starfsmanna sem stigu til hliðar í faraldrinum.

Fyrir utan háan meðalaldur eiga starfsmennirnir það sameiginlegt að ásælast ferðahlunnindin og það blygðunarlaust.

Kemur fram í frétt New York Times að stjórnendur hótela og flugfélaga lítist afar vel á þessa nýju starfsmenn sína og telji þá hiklaust með áreiðanlegri og röggsamari starfsmönnum – en áætlað er að frá upphafi heimsfaraldursins hafi að minnsta kosti 65 prósent nýráðninga í þessi lægst launuðu hlunnindastörf, verið fólk yfir fimmtíu ára aldri.

Skylt efni: utan úr heimi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...