Heitt vatn finnst á Ströndum
Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.
„Við erum alveg í skýjunum og duttum heldur betur í lukkupottinn, þetta er alveg meiriháttar og frábærar fréttir,“ segir Finnur Ólafsson, sveitarstjóri Kaldrananeshrepps.
Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða á Selfossi sá um að bora holuna, en vatnið í henni er 62,5 gráðu heitt á 358 metra dýpi og afkastar um 30 lítrum á sekúndu.