Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heilun með eiturefnum úr froskum
Fréttir 8. maí 2019

Heilun með eiturefnum úr froskum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tveir heilarar í Ástralíu hafa verið sviptir starfsleyfi tímabundið fyrir að nota eiturefni sem unnið er úr eitruðum froskum frá Suður-Ameríku við meðferð á sjúklingum í Melbourne.

Heilunarþjónustan sem um ræðir kallast Two Wolves – One Body eða Tveir úlfar – Einn líkami og segist sérhæfa sig í óhefðbundnum lækningum sem eiga sér aldagamla hefð og meðal annars byggja á þekkingu suður-amerískra töfralækna.

Eiturefnin sem finnast í froskunum, sem kallast Kambo, eru margs konar og geta meðal annars valdið skjálfta, bólgum, yfirliði, uppköstum og niðurgangi. Fylgjendur notkunar á froskaeitrinu segja það allra meina bót.

Efnin sem um ræðir eru varnarefni froskanna sem er safnað með því að skafa það af baki froska sem hafðir eru undir miklu álagi til að framleiða sem mest af því.

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...