Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum  á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Íslenskir grásleppusjómenn voru með 9.433 tunnur af grásleppuhrognum á heimsmarkaðnum á síðasta ári. Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 28. febrúar 2020

Heildarveiðin yfir 21 þúsund tunnur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuðir. Mjög góð þátttaka var á fundinum og þar kom meðal annars fram að heildarveiði á grásleppu í heiminum árið 2019 rúmar 21 þúsund tunnur.

Útflutningsverðmæti á grásleppu­­afurðum árið 2019 frá Íslandi nam 2,8 milljörðum króna. Hlutur Íslands í heildarveiði á grásleppu í heiminum var 46,6%.

Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru frá Íslandi á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum á síðasta ári. Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin, rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.

Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund. Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að almennt hefi veiðarnar gengið vel hér við land, Grænlandi og Noregi. Þótt lítils háttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður. 

Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna:

Ísland 9.433 tunnur
Grænland 8.432 tunnur
Noregur 1.965 tunnur
Nýfundnaland 461 tunna
Danmörk og Svíþjóð 1.000 tunnur

Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.

Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppu­hrogn koma og eru þau þá sett á mat­seðla sem sérstakur réttur.  

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f