Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Mynd / MHH
Fréttir 22. september 2020

Hefur áhyggjur af lélegum girðingum með vegum og lausagöngu búfjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landbúnaðarnefnd Rangárþings eystra fékk nýlega erindi inn á sitt borð varðandi lausagöngu búfjár meðfram Þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu þar sem bréfritari lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Nefndin tók undir með bréfritara á síðasta fundi sínum og lýsti yfir áhyggjum sínum á ástandi veg­girð­inga í sveitarfélaginu og þar af leiðandi búfénaði á vegsvæði.

Í bókun nefndarinnar kemur fram að þeirri spurningu sé ósvarað; hver er ábyrgð veghaldara á ástandi girðinga með vegum? Og, stenst það lög að veghaldari taki land af landeigendum og varpi síðan ábyrgð á þá um friðun vegsvæðis?

Vilja ekki lausagöngubann

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum að hún getur ekki fallist á lausagöngubann að svo komnu máli meðfram Þjóðvegi 1. Landbúnaðarnefnd hvetur hins vegar búfjáreigendur að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Þá óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að skýrð verði réttindi og skyldur búfjár- og landeigenda annars vegar og veghaldara hins vegar. Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, landbúnaðarnefndar og samgöngu- og umferðarnefndar. Á fundinn verði fengnir fulltrúar frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Vegagerðinni.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...