Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Á Agritechnica-landbúnaðarsýningunni  í Hanover í Þýskalandi, mátti sjá ýmis lítt kunnugleg vörumerki hér á landi eins og þessar Solis-dráttarvélar. Þessar vélar eru framleiddar af Sonalika Group á Indlandi. Það fyrirtæki hefur framleitt dráttarvélar síða
Á Agritechnica-landbúnaðarsýningunni í Hanover í Þýskalandi, mátti sjá ýmis lítt kunnugleg vörumerki hér á landi eins og þessar Solis-dráttarvélar. Þessar vélar eru framleiddar af Sonalika Group á Indlandi. Það fyrirtæki hefur framleitt dráttarvélar síða
Mynd / HKr.
Fréttir 2. desember 2015

Hátt í þrjú þúsund framleiðendur sýndu í 27 sýningarhöllum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Átján manna hópur íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo fóru á landbúnaðarsýninguna Agritechnica sem haldin var í Hanover í Þýskalandi dagana 8. til 14. nóvember. 
Þar er um að ræða stærstu tæknisýningu í heimi á sviði landbúnaðar sem haldin er á tveggja ára fresti og hefur hún vaxið við hverja sýningu. Þá var meira um risavaxin tæki á sýningunni nú en oft áður, stærri og kraftmeiri dráttarvélar og annan búnað. 
 
Viðamikil sýning í 27 sýningarhöllum 
 
Sýningin var gríðarlega viðamikil og þúsundir tækja og tóla voru þar til sýnis fyrir áhugasama bændur víða að úr heiminum. Fulltrúi Bændablaðsins fékk að slást í för með íslenska hópnum, en vitað var um tvo aðra hópa íslenskra bænda og vinnuvélasala sem fóru á sýninguna. Sýningarsvæðið var allt innan dyra í 27 sýningarhöllum sem eru í hnapp á sama svæði  og eru flestar stærri en Laugardalshöllin í Reykjavík. Skipulagningin var í höndum DLG (Deutsche Landwirtschafts-Gesellschaft e.V. – German Agricultural Society). Þetta fyrirtæki hefur mikla reynslu og hefur séð um sýningarhald af margvíslegum toga í meira en 120 ár. 
 
Áætlað var að yfir hálf milljón gesta kæmu á sýninguna að þessu sinni en á síðustu sýningu, sem haldin var 2013, komu rétt tæplega 450 þúsund gestir frá 88 löndum. Á fyrstu þrem dögum sýningarinnar 2015 höfðu þegar komið yfir 200 þúsund gestir, en búist var við mun meira fjölmenni eftir þá helgi sem fyrrgreindur íslenski hópur var þarna. 
 
Nærri 3000 framleiðendur
 
Nærri 3.000 fyrirtæki frá um 50 löndum sýndu margvíslegan vélbúnað og tæki að þessu sinni. Gat þar að líta allt frá einföldustu handverkfærum og tannhjólum upp í tölvubúnað, dróna, mjaltaþjóna og risastórar vinnuvélar. Um helmingur framleiðenda kom frá Þýskalandi en hinn helmingurinn kom víða að úr heiminum, en flestir þó frá öðrum Evrópulöndum. Rússar létu sig t.d. ekki vanta á sýninguna, þrátt fyrir viðskiptabann sem í gangi er milli Rússlands og ESB varðandi landbúnaðarafurðir. 
 
Stórauknar mengunarkröfur
 
Íslensku bændurnir skoðuðu ekki síst það nýjasta sem var að gerast í hönnun dráttarvéla og heyvinnutækja. Þar er það sama upp á teningnum og við hönnun vörubíla og fólksbíla og miðar að aukinni skilvirkni búnaðarins og að minni mengun dísilvéla. Á síðastliðnum 15 árum hefur verið dregið gríðarlega úr mengun dráttarvéla og annarra tækja sem venjulega aka ekki á þjóðvegum. Það á þó sérstaklega við um vélar sem notaðar eru í Vestur- Evrópu. Verða framleiðendur þá að undirgangast stöðugt strangari mengunarkröfur sem hefur farið úr staðli 1 (Tier 1) í staðal 4. Samkvæmt þessum staðli var gerð krafa um að dregið yrði úr útblæstri köfnunarefnisoxíðs eða nituroxíðs (nitrogen oxides (NOX) og útblástursagnastærðir um 95% í stærðarflokkum véla frá 130 til 560 kílówött. Þegar er búið að setja upp enn strangara regluverk, eða staðal 5, sem ganga á í gildi 2019. 
 
Sérfræðingar reikna með að útblástur frá dráttarvélum og öðrum utanvegatækjum muni í framtíðinni verða í samræmi við kröfur sem gerðar verða til vörubíla og trukka undir Euro 6-staðlinum. Er mengunarvarnabúnaðurinn í vörubílum og dráttarvélum reyndar orðinn mjög áþekkur í dag.
  
Endurbætt þyngdarjöfnun 
 
Dráttarvélaframleiðendur virðast fara svipaðar leiðir varðandi endurbætur á þyngdarjafnvægi. Í stað þyngdarklossa sem hengdir hafa verið á tækin, að framan og aftan, hafa hönnuðir sett vigtina meira í grindarrammana sjálfa. Þetta hefur m.a. verið gert í John Deer 7R seríunni og Fendt, sem og í Claas 800 Axions seríunni, Case-IH og líka í nýjustu gerðum New Holland, þ.e. Optum og T7 Hd seríunum. 
Vakti sérstaka athygli blaðamanns afar stórar vinnuvélar sem ætlaðar eru til úðunar eiturefna á akra.
 
Fjöldi framleiðenda bauð upp á slíkar vélar og ekkert bendir því til þess að draga eigi úr úðun skordýraeiturs og illgresiseyðis í heiminum. Það virðist líka benda til þess að notkun erfðabreyttra afbrigða í ræktun á korni fari vaxandi. Sem betur hafa slík ferlíki þó ekki verið notuð hér á landi enn sem komið er.  
 
Áberandi bjartsýni tækjaframleiðenda þrátt fyrir dapurt efnahagsástand
 
Dr. Bernd Scherer, framkvæmdastjóri VDMA Agricultural Machinery Association, sagði í kynningu á sýningunni að furðu mikil drift væri í hönnun og framleiðslu landbúnaðartækja, þrátt fyrir hökt í efnahagslífinu í Evrópu. Sagði hann að langtímaþættir í þróun landbúnaðar réttlættu þá bjartsýni sem virtist ríkja meðal tækjaframleiðenda. Þá hafi staðall framleiðenda um gæði og búnað aldrei verið hærri en í dag. 
 
„Eigi að síður erum við nú að upplifa neikvæða hluti á nær öllum mörkuðum. Það er hægagangur í efnahagslífinu, sem ræðst þó aðallega af pólitískum þáttum,“ sagði Scherer. Benti hann á að staðan væri ekkert sérlega glæsileg um þessar mundir með lækkandi verðlagi á landbúnaðarvörum. 
 
Líkur á 7% samdrætti í veltu á yfirstandandi ári
 
Spáð var 10% samdrætti í veltu hjá landbúnaðartækjaframleiðendum á árinu 2015. Betri sala á fyrri helmingi ársins kann þó að draga úr samdrættinum, þannig að hann verði ekki nema 7%. Spáir Scherer því að samdráttur verði í veltu í þessum geira næstu árin sem nemi árlega um 5%. Það er samt verulega skárri staða en spáð var fyrir þetta ár og samkvæmt viðskiptavakt CEMA meðal stærstu aðilanna á markaði í október bendir það í fyrsta sinn til einhverrar uppsveiflu frá ársbyrjun 2014. 
 
Stóri vandinn liggur í pólitískum deilum
 
Scherer benti á þann mikla vanda sem felst í pólitískum deilum sem hafa veruleg áhrif á framleiðslu og sölu landbúnaðartækja. Mikill vandi væri nú við fjármögnun nýrra tækja innan þeirra ríkja sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Þar á meðal í Úkraínu sem og í ríkjum Suður-Ameríku eins og Brasilíu.
Þá sagði Scherer að viðskiptabann ESB og fleiri ríkja gagnvart Rússum vegna Úkraínudeilunnar væri að hafa verulega slæm áhrif á viðskipti með landbúnaðartengdar vörur. 
 
„Þetta veldur miklum takmörkunum og í sumum tilvikum kemur viðskiptabannið algjörlega í veg fyrir að viðskipti geti átt sér stað. Til lengri tíma litið valda viðskipta- og tollahindranir einungis tapi. Þetta á bæði við um iðnfyrirtæki og viðskiptavini þeirra.
 
Staðan í Rússlandi, sem er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum okkar iðnaðar, helst enn óbreytt. Varðandi uppskerutæki hafa verið settar strangar kvótareglur. Takmarkaður kvóti á slíkan búnað heimilar aðeins kaup þeirra á 420 vélum.“ Scherer telur að til lengri tíma litið muni Austur-Evrópulöndin vera langmikilvægustu sölulöndin fyrir tækjaframleiðendur. Þá séu einhver teikn á lofti um að það sé að birta til hvað Rússland varðar.  Stórframleiðsla í landbúnaðarvörum kalli á stórvirk landbúnaðartæki. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem nú eru verði framleiðendur að reyna að halda sig inni í leiknum. 
 
Evrópa og Norður-Ameríka halda framleiðendum á floti
 
Sagði Scherer að staðan í heiminum í heild væri svo sem ekki mikið betri. Í dag héldi Evrópumarkaður og Norður-Ameríkumarkaður uppi tæknilegri framþróun í þessum geira, á meðan illa horfði hvað varðar Suður-Ameríku. Þá séu blikur á lofti í Kína og víðar í Asíu sem verið hafi öflug markaðssvæði fyrir landbúnaðartæki. Þá sé allt að fara til verri vegar í Tyrklandi af pólitískum ástæðum en það hafi lengi verið öflugt ríki á sviði landbúnaðar. 
 

15 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...