Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hátækni á Blönduósi
Fréttir 20. júní 2023

Hátækni á Blönduósi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Foodsmart Nordic er nýtt framleiðslufyrirtæki fæðubótarefna og hefur sérhannað húsnæði á Blönduósi undir vinnsluna.

Í fréttatilkynningu segir að framleiðsla á tilraunastigi sé hafin og hyggist forsvarsmenn fyrirtækisins, þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson, hefja formlega starfsemi í sumar. Að sögn þeirra er meginmarkmið Foodsmart Nordic að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði. Að baki félaginu standi öflugur hópur fjárfesta og þar af sumir með rætur á svæðinu. Rannsóknasetur félagsins er á Skagaströnd. Fæðubótarefnin eru framleidd úr íslensku sjávarfangi en rannsóknir hafa staðið yfir á m.a. kollageni, sæbjúgnadufti og fiskpróteinum úr íslenskum þorski.

Fjárfesting í fasteign að Ægisbraut 2 og tækjabúnaði nemur um eða yfir 500 m.kr. og stefnt að frekari stækkun þegar fyrirtækið hefur haslað sér völl. Áætlað er að framleiða um 150 tonn fullunninna afurða nú í fyrsta áfanga. Framleiðslan verður gæðavottuð til útflutnings.

Viðar segist vænta þess að Foodsmart Nordic auki fjölbreytni í atvinnulífinu á Blönduóssvæðinu. „Bein störf á svæðinu í tengslum við reksturinn verða um 15 á næstu 2-3 árum. Þá eru ótalin afleidd störf tengd núverandi uppbyggingu og svo viðskiptum til framtíðar, auk þess sem uppbygging nýsköpunarstarfsemi hefur jafnan hvetjandi áhrif á nærumhverfið,“ segir Viðar.

Skylt efni: Foodsmart Nordic

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...