Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hátækni á Blönduósi
Fréttir 20. júní 2023

Hátækni á Blönduósi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Foodsmart Nordic er nýtt framleiðslufyrirtæki fæðubótarefna og hefur sérhannað húsnæði á Blönduósi undir vinnsluna.

Í fréttatilkynningu segir að framleiðsla á tilraunastigi sé hafin og hyggist forsvarsmenn fyrirtækisins, þau Katrín Amni Friðriksdóttir og Viðar Þorkelsson, hefja formlega starfsemi í sumar. Að sögn þeirra er meginmarkmið Foodsmart Nordic að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótarmarkaði. Að baki félaginu standi öflugur hópur fjárfesta og þar af sumir með rætur á svæðinu. Rannsóknasetur félagsins er á Skagaströnd. Fæðubótarefnin eru framleidd úr íslensku sjávarfangi en rannsóknir hafa staðið yfir á m.a. kollageni, sæbjúgnadufti og fiskpróteinum úr íslenskum þorski.

Fjárfesting í fasteign að Ægisbraut 2 og tækjabúnaði nemur um eða yfir 500 m.kr. og stefnt að frekari stækkun þegar fyrirtækið hefur haslað sér völl. Áætlað er að framleiða um 150 tonn fullunninna afurða nú í fyrsta áfanga. Framleiðslan verður gæðavottuð til útflutnings.

Viðar segist vænta þess að Foodsmart Nordic auki fjölbreytni í atvinnulífinu á Blönduóssvæðinu. „Bein störf á svæðinu í tengslum við reksturinn verða um 15 á næstu 2-3 árum. Þá eru ótalin afleidd störf tengd núverandi uppbyggingu og svo viðskiptum til framtíðar, auk þess sem uppbygging nýsköpunarstarfsemi hefur jafnan hvetjandi áhrif á nærumhverfið,“ segir Viðar.

Skylt efni: Foodsmart Nordic

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...