Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Fréttir 10. nóvember 2022

Hálsbönd með GPS-stýringu halda aftur af beitardýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Álandseyjum er undirbúningur að tilraunarverkefni með beitarstýringu á nautgripum og sauðfé með nýjum aðferðum.

Í stað þess að halda aftur af húsdýrum með girðingum koma þar til gerð hálsbönd til sögu sem greina staðsetningu gripanna með GPS mælingum og gefa straum þegar farið er yfir „sýndargirðingar“.

Vinna er hafin við að fá undanþágu frá núverandi reglugerðum sem koma í veg fyrir notkun þessara hálsbanda. Virkni þeirra er þannig að bóndinn skilgreinir landamerki beitasvæðisins í forriti sem tengist við hálsböndin. Gripirnir með búnaðinn fá fyrst hljóðmerki þegar þeir nálgast landamæri sem þeir mega ekki fara yfir. Ef þeir snúa ekki við er þeim gefinn straumur sem er daufari en sá sem kemur úr rafmögnuðum smalaprikum. Frá þessu er greint í Landsbygdens Folk

Þessi aðferð til beitarstýringar er þegar heimil í Ástralíu, Stóra-Bretlandi og Noregi. Þar hefur sýnt sig að með þessu er mun auðveldara að nýta landsvæði til beitar án þess að þurfa að reisa girðingar. Þar með minnkar rask og vandalítið er að friða og opna beitarhólf eftir þörfum.

Tilraun til beitarstýringar af þessu tagi var framkvæmd í Gautlandi í sumar. Þar sýndi sig að skepnurnar lærðu að virða hljóðmerki hálsbandanna á fyrsta degi.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...