Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Fréttir 10. nóvember 2022

Hálsbönd með GPS-stýringu halda aftur af beitardýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Álandseyjum er undirbúningur að tilraunarverkefni með beitarstýringu á nautgripum og sauðfé með nýjum aðferðum.

Í stað þess að halda aftur af húsdýrum með girðingum koma þar til gerð hálsbönd til sögu sem greina staðsetningu gripanna með GPS mælingum og gefa straum þegar farið er yfir „sýndargirðingar“.

Vinna er hafin við að fá undanþágu frá núverandi reglugerðum sem koma í veg fyrir notkun þessara hálsbanda. Virkni þeirra er þannig að bóndinn skilgreinir landamerki beitasvæðisins í forriti sem tengist við hálsböndin. Gripirnir með búnaðinn fá fyrst hljóðmerki þegar þeir nálgast landamæri sem þeir mega ekki fara yfir. Ef þeir snúa ekki við er þeim gefinn straumur sem er daufari en sá sem kemur úr rafmögnuðum smalaprikum. Frá þessu er greint í Landsbygdens Folk

Þessi aðferð til beitarstýringar er þegar heimil í Ástralíu, Stóra-Bretlandi og Noregi. Þar hefur sýnt sig að með þessu er mun auðveldara að nýta landsvæði til beitar án þess að þurfa að reisa girðingar. Þar með minnkar rask og vandalítið er að friða og opna beitarhólf eftir þörfum.

Tilraun til beitarstýringar af þessu tagi var framkvæmd í Gautlandi í sumar. Þar sýndi sig að skepnurnar lærðu að virða hljóðmerki hálsbandanna á fyrsta degi.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f