Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Á Álandseyjum er áformað að framkvæma tilraun með beitastýringu.
Fréttir 10. nóvember 2022

Hálsbönd með GPS-stýringu halda aftur af beitardýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Álandseyjum er undirbúningur að tilraunarverkefni með beitarstýringu á nautgripum og sauðfé með nýjum aðferðum.

Í stað þess að halda aftur af húsdýrum með girðingum koma þar til gerð hálsbönd til sögu sem greina staðsetningu gripanna með GPS mælingum og gefa straum þegar farið er yfir „sýndargirðingar“.

Vinna er hafin við að fá undanþágu frá núverandi reglugerðum sem koma í veg fyrir notkun þessara hálsbanda. Virkni þeirra er þannig að bóndinn skilgreinir landamerki beitasvæðisins í forriti sem tengist við hálsböndin. Gripirnir með búnaðinn fá fyrst hljóðmerki þegar þeir nálgast landamæri sem þeir mega ekki fara yfir. Ef þeir snúa ekki við er þeim gefinn straumur sem er daufari en sá sem kemur úr rafmögnuðum smalaprikum. Frá þessu er greint í Landsbygdens Folk

Þessi aðferð til beitarstýringar er þegar heimil í Ástralíu, Stóra-Bretlandi og Noregi. Þar hefur sýnt sig að með þessu er mun auðveldara að nýta landsvæði til beitar án þess að þurfa að reisa girðingar. Þar með minnkar rask og vandalítið er að friða og opna beitarhólf eftir þörfum.

Tilraun til beitarstýringar af þessu tagi var framkvæmd í Gautlandi í sumar. Þar sýndi sig að skepnurnar lærðu að virða hljóðmerki hálsbandanna á fyrsta degi.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...