Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bændablaðsins, bónda sem er af íslensku bergi brotinn.

Kjartan Poulsen, hálfíslenskur kúabóndi á Höjgaard á Jótlandi í Danmörku.

„Þessi bóndi heitir Kjartan Poulsen og móðir hans var frá Nýjabæ í Meðallandi. Kjartan lét lítið af sínum búskap á Höjgaard á Suðvestur-Jótlandi, með 500 kýr í lífrænum búskap, en sagði að stærstu kúabændur í Danmörku væru með um eða yfir 3.000 kýr. Ekki eru notaðir róbótar við lífrænan búskap, eftir því sem mér skildist. En mjaltabásinn er með 40 mjaltatækjum og vinna tveir í einu við mjaltir. Morgunmjaltir taka þrjá tíma, en kvöldmjaltir um þrjá og hálfan tíma. Kýrnar eru úti á beit frá því í apríllok og fram í október, eða eftir tíðarfari.“

Kýrnar hans Kjartans eru af Hostein-friesian kyni, bæði svartskjöldóttar og rauðskjöldóttar. „Fóðurs er aflað á um 1.000 hekturum og síðan þarf auðvitað mikið beitiland. Það takmarkar bústærðina að vera í lífrænum búskap. Kýr og kálfar virtust álíka ánægð með tilveruna, eins og á betri búum íslenskum. Að sumarlagi eru starfandi um 15 manns við búið.

Kjartan var fyrsti bóndi með lífrænan búskap sem varð formaður Landssambands danskra kúabænda. Sem barn og unglingur við sumardvöl í Kollsvík, tuttlaði ég aðeins eina belju kvölds og morgna og þótti nóg,“ segir Magnús.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...