Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bændablaðsins, bónda sem er af íslensku bergi brotinn.

Kjartan Poulsen, hálfíslenskur kúabóndi á Höjgaard á Jótlandi í Danmörku.

„Þessi bóndi heitir Kjartan Poulsen og móðir hans var frá Nýjabæ í Meðallandi. Kjartan lét lítið af sínum búskap á Höjgaard á Suðvestur-Jótlandi, með 500 kýr í lífrænum búskap, en sagði að stærstu kúabændur í Danmörku væru með um eða yfir 3.000 kýr. Ekki eru notaðir róbótar við lífrænan búskap, eftir því sem mér skildist. En mjaltabásinn er með 40 mjaltatækjum og vinna tveir í einu við mjaltir. Morgunmjaltir taka þrjá tíma, en kvöldmjaltir um þrjá og hálfan tíma. Kýrnar eru úti á beit frá því í apríllok og fram í október, eða eftir tíðarfari.“

Kýrnar hans Kjartans eru af Hostein-friesian kyni, bæði svartskjöldóttar og rauðskjöldóttar. „Fóðurs er aflað á um 1.000 hekturum og síðan þarf auðvitað mikið beitiland. Það takmarkar bústærðina að vera í lífrænum búskap. Kýr og kálfar virtust álíka ánægð með tilveruna, eins og á betri búum íslenskum. Að sumarlagi eru starfandi um 15 manns við búið.

Kjartan var fyrsti bóndi með lífrænan búskap sem varð formaður Landssambands danskra kúabænda. Sem barn og unglingur við sumardvöl í Kollsvík, tuttlaði ég aðeins eina belju kvölds og morgna og þótti nóg,“ segir Magnús.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...