Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Lífræn mjólkurframleiðsla fer fram á Höjgaard en þar una sér um 500 kýr.
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bændablaðsins, bónda sem er af íslensku bergi brotinn.

Kjartan Poulsen, hálfíslenskur kúabóndi á Höjgaard á Jótlandi í Danmörku.

„Þessi bóndi heitir Kjartan Poulsen og móðir hans var frá Nýjabæ í Meðallandi. Kjartan lét lítið af sínum búskap á Höjgaard á Suðvestur-Jótlandi, með 500 kýr í lífrænum búskap, en sagði að stærstu kúabændur í Danmörku væru með um eða yfir 3.000 kýr. Ekki eru notaðir róbótar við lífrænan búskap, eftir því sem mér skildist. En mjaltabásinn er með 40 mjaltatækjum og vinna tveir í einu við mjaltir. Morgunmjaltir taka þrjá tíma, en kvöldmjaltir um þrjá og hálfan tíma. Kýrnar eru úti á beit frá því í apríllok og fram í október, eða eftir tíðarfari.“

Kýrnar hans Kjartans eru af Hostein-friesian kyni, bæði svartskjöldóttar og rauðskjöldóttar. „Fóðurs er aflað á um 1.000 hekturum og síðan þarf auðvitað mikið beitiland. Það takmarkar bústærðina að vera í lífrænum búskap. Kýr og kálfar virtust álíka ánægð með tilveruna, eins og á betri búum íslenskum. Að sumarlagi eru starfandi um 15 manns við búið.

Kjartan var fyrsti bóndi með lífrænan búskap sem varð formaður Landssambands danskra kúabænda. Sem barn og unglingur við sumardvöl í Kollsvík, tuttlaði ég aðeins eina belju kvölds og morgna og þótti nóg,“ segir Magnús.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f